Channing Tatum vill leikstýra Magic Mike 2

19. september '12 11:58 Channing Tatum vill leikstýra Magic Mike 2

Leikarinn Channing Tatum hefur svo sannalega átt gott ár og hefur unnið sig hratt upp metorðsstigann í draumasmiðjunni Hollywood. Á fimm mánuðum hafa þrjár kvikmyndir með honum halað inn yfir 100 milljónir dala vestanhafs og geri aðrir betur. Myndirnar þrjár eru The Vow, 21 Jump Street og Magic Mike, en hann framleiddi einnig þá síðastnefndu.

Leikstjórinn Steven Soderbergh leikstýrði Tatum í Magic Mike við góðar undirtektir og Tatum stefnir nú á framhaldsmynd. Soderbergh kemur þó ekki til með að vera við stjórnvöllinn þar sem hann hyggst setjast í helgan stein snemma á næsta ári.

Tatum ætlar þó ekki að deyja ráðalaus og hefur ákveðið að taka sjálfur að sér leikstjórnina og kemur handritshöfundurinn Reid Carolin til með að vera honum innan handar við leikstjórnina.

Hann ætlar þó ekki strax að hoppa út í djúpu laugina heldur kemur Tatum til með að leikstýra lítilli kvikmynd, að eigin sögn, áður en hann snýr sér að Magic Mike 2. „Reid og ég erum engir asnar. Við erum ekki að fara leikstýra okkar fyrstu kvikmynd sem framhaldi að Steven Soderbergh-kvikmynd. Það er ekki gáfulegt,“ sagði Tatum í viðtali við Indiewire. „Við ætlum að byrja á einhverju litlu... gera mikið af mistökum, gera mistökin snemma, og ætlum svo að hoppa í framhaldið.“ Tatum telur sig ekki geta apað eftir Soderbergh og ætlar því að fara sína eigin leið í framhaldsmyndinni.

Tatum sést næst í kvikmyndinni 10 Years sem verður frumsýnd vestanhafs í þessari viku. 

Vignir Jón Vignisson


Fréttir

Ólafur Darri leikur í gamanþáttunum We Hate Paul Revere

Ólafur Darri leikur í gamanþáttunum We Hate Paul Revere 22. ágúst '14 12:08

Ólafur Darri Ólafsson heldur áfram að hasla sér völl í Bandaríkjunum og nú…


The Hateful Eight sýnishorn á undan Sin City: A Dame to Kill For

The Hateful Eight sýnishorn á undan Sin City: A Dame to Kill For 19. ágúst '14 15:23

Quentin Tarantino ætlar að ganga í gerð vestrans The Hateful Eight á næsta ári…


Kvikmyndahátíðin í Stokkhólmi tileinkuð Lauren Bacall

Kvikmyndahátíðin í Stokkhólmi tileinkuð Lauren Bacall 19. ágúst '14 13:09

Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Stokkhólmi, sem haldin er í nóvember, verður að…


Godzilla traðkar niður borgir sumarið 2018

Godzilla traðkar niður borgir sumarið 2018 15. ágúst '14 13:36

Endurræsing Godzilla-bálksins vakti lukku í kvikmyndahúsum í sumar og hefur frumsýningardagur…


Sýnishorn: Ameríski draumurinn og gengjastríð í Revenge of the Green Dragons

Sýnishorn: Ameríski draumurinn og gengjastríð í Revenge of the Green Dragons 14. ágúst '14 14:43

Uppgangur glæpagengis í New York er efniviður Revenge of the Green Dragons, nýrrar kvikmyndar sem…


Alfred Hitchcock bregður fyrir í myndum sínum

Alfred Hitchcock bregður fyrir í myndum sínum 14. ágúst '14 13:13

Leikstjórinn knái Alfred Hitchcock birtist í svokölluðum cameo-hlutverkum í fjölda kvikmynda…


Eastwood frumsýnir American Sniper um jólin

Eastwood frumsýnir American Sniper um jólin 14. ágúst '14 11:30

Þrátt fyrir að vera kominn á níræðisaldur slær Clint Eastwood ekki slöku við.…


Óskaði þess að Sinatra héldi kjafti

Óskaði þess að Sinatra héldi kjafti 14. ágúst '14 10:46

Leikkonan Lauren Bacall, sem kvaddi þennan heim í fyrradag 89 ára gömul, átti að baki glæsilegan…


Sýnishorn: Doctor Who mætir risaeðlu á Menningarnótt

Sýnishorn: Doctor Who mætir risaeðlu á Menningarnótt 13. ágúst '14 12:46

Það verður fagnað víðar en í Reykjavík laugardaginn 23. ágúst en á meðan Íslendingar…


Nanna Kristín frumsýnir stuttmynd í Toronto

Nanna Kristín frumsýnir stuttmynd í Toronto 13. ágúst '14 10:43

Stuttmyndin Tvíliðaleikur verður heimsfrumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Toronto í…


Warner Bros. setur allt í fimmta gír með Aquaman

Warner Bros. setur allt í fimmta gír með Aquaman 13. ágúst '14 10:09

Warner Bros ætlar ekki að sita auðum höndum næstu árin í ofurhetjudeildinni og tugur mynda er á teikniborðinu…


Lauren Bacall látin

Lauren Bacall látin 13. ágúst '14 00:37

Leikkonan Lauren Bacall er látin, 89 ára að aldri. Bacall var ein helsta leikkona gullaldaráranna í…


Daisy Ridley með burðarhlutverk í nýja Star Wars-þríleiknum

Daisy Ridley með burðarhlutverk í nýja Star Wars-þríleiknum 12. ágúst '14 12:16

Breska leikkonan unga Daisy Ridley er orðin ein eftirsóttasta og umtalaðsta kvikmyndaleikona í heimi þótt…


Robin Williams látinn

Robin Williams látinn 12. ágúst '14 00:32

Robin Williams er látinn, 63 ára að aldri. Gamanleikarinn fannst látinn á heimili sinu í Tiburon…


Bestu heimildamyndir allra tíma í Sight & Sound

Bestu heimildamyndir allra tíma í Sight & Sound 11. ágúst '14 12:01

Hvað gerir heimildamynd góða og hvað gerir góð heimildamynd? Hið virta breska kvikmyndarit Sight & Sound gerði…


Einstök sýning á Snowpiercer

Einstök sýning á Snowpiercer 8. ágúst '14 13:52

Kvikmyndin Snowpiercer hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda um allan heim en nú liggur fyrir að myndin komi…


Tortímandinn snýr aftur í Terminator: Genisys

Tortímandinn snýr aftur í Terminator: Genisys 8. ágúst '14 12:01

Nýjasta innslagið í Terminator-bálkinn hefur hlotið nafnið Terminator: Genisys en áður…


Warner Bros neglir tvær nýjar LEGO-kvikmyndir

Warner Bros neglir tvær nýjar LEGO-kvikmyndir 8. ágúst '14 11:33

Hin stórskemmtilega The LEGO Movie malaði gull í sumar og nú hefur Warner Bros. tilkynnt tvær framhaldsmyndir…


William Friedkin orðaður við True Detective framhaldið

William Friedkin orðaður við True Detective framhaldið 11. júlí '14 13:46

Kapalstöðin HBO sópaði að vanda til sín Emmy-tilnefningum og ber höfuð og herðar yfir aðra framleiðendur…


The Expendables-teymið mannar plakat

The Expendables-teymið mannar plakat 11. júlí '14 12:14

Harðhausamyndin The Expendables 3 verður frumsýnd í næsta mánuði og hér að neðan gefur…


Svarthöfði 2011-2013 - Allur réttur áskilinn | svarthofdi (hjá) svarthofdi.is | Um Svarthöfða