Pirates of the Caribbean 5 fer í tökur í Púertó Ríkó

13. september '12 15:05 Pirates of the Caribbean 5 fer í tökur í Púertó Ríkó

Fréttavefurinn CaribbeanBusinessPr.com greinir frá því í dag að samningur milli yfirvalda Púertó Ríkó og Disney hafi farið á þann veg að fimmta Pirates of the Caribbean-myndin fari í tökur þar í landi á árinu. Disney sóttist eftir skattaaflætti við gerð myndarinnar og féllust yfirvöld Púertó Ríkó á það.

Disney hefur sett sig í samband við nokkra fjölmiðla vestanhafs sem birtu þessa frétt um að ,,fréttin væri ekki ekki rétt," sem þykir nokkuð loðið svar frá Mikkamús fyrirtækinu. Vefurinn fullyrðir að myndin fari í tökur fyrir lok ársins 2012 en það þarf ekki endilega að reynast rétt. Miklar líkur eru þó á að tökur byrji fljótlega þar sem Disney lét þau boð út ganga fyrr á árinu að fyrirtækið vildi koma myndinni sem fyrst í gang.

Enginn leikstjóri hefur enn verið ráðinn en Rob Marshall leikstýrði þeirri síðustu, Pirates of the Caribbean: On Stranger Tides. Gore Verbinski leikstýrði hins vegar þremur fyrstu myndunum. Vitaskuld snýr Johnny Depp aftur sem hinn ástæli Jack Sparrow enda væri til lítils að leggja í fimmta leiðangurinn án hans.

Vignir Jón Vignisson


Fréttir

The Hateful Eight sýnishorn á undan Sin City: A Dame to Kill For

The Hateful Eight sýnishorn á undan Sin City: A Dame to Kill For 19. ágúst '14 15:23

Quentin Tarantino ætlar að ganga í gerð vestrans The Hateful Eight á næsta ári…


Kvikmyndahátíðin í Stokkhólmi tileinkuð Lauren Bacall

Kvikmyndahátíðin í Stokkhólmi tileinkuð Lauren Bacall 19. ágúst '14 13:09

Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Stokkhólmi, sem haldin er í nóvember, verður að…


Godzilla traðkar niður borgir sumarið 2018

Godzilla traðkar niður borgir sumarið 2018 15. ágúst '14 13:36

Endurræsing Godzilla-bálksins vakti lukku í kvikmyndahúsum í sumar og hefur frumsýningardagur…


Sýnishorn: Ameríski draumurinn og gengjastríð í Revenge of the Green Dragons

Sýnishorn: Ameríski draumurinn og gengjastríð í Revenge of the Green Dragons 14. ágúst '14 14:43

Uppgangur glæpagengis í New York er efniviður Revenge of the Green Dragons, nýrrar kvikmyndar sem…


Alfred Hitchcock bregður fyrir í myndum sínum

Alfred Hitchcock bregður fyrir í myndum sínum 14. ágúst '14 13:13

Leikstjórinn knái Alfred Hitchcock birtist í svokölluðum cameo-hlutverkum í fjölda kvikmynda…


Eastwood frumsýnir American Sniper um jólin

Eastwood frumsýnir American Sniper um jólin 14. ágúst '14 11:30

Þrátt fyrir að vera kominn á níræðisaldur slær Clint Eastwood ekki slöku við.…


Óskaði þess að Sinatra héldi kjafti

Óskaði þess að Sinatra héldi kjafti 14. ágúst '14 10:46

Leikkonan Lauren Bacall, sem kvaddi þennan heim í fyrradag 89 ára gömul, átti að baki glæsilegan…


Sýnishorn: Doctor Who mætir risaeðlu á Menningarnótt

Sýnishorn: Doctor Who mætir risaeðlu á Menningarnótt 13. ágúst '14 12:46

Það verður fagnað víðar en í Reykjavík laugardaginn 23. ágúst en á meðan Íslendingar…


Nanna Kristín frumsýnir stuttmynd í Toronto

Nanna Kristín frumsýnir stuttmynd í Toronto 13. ágúst '14 10:43

Stuttmyndin Tvíliðaleikur verður heimsfrumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Toronto í…


Warner Bros. setur allt í fimmta gír með Aquaman

Warner Bros. setur allt í fimmta gír með Aquaman 13. ágúst '14 10:09

Warner Bros ætlar ekki að sita auðum höndum næstu árin í ofurhetjudeildinni og tugur mynda er á teikniborðinu…


Lauren Bacall látin

Lauren Bacall látin 13. ágúst '14 00:37

Leikkonan Lauren Bacall er látin, 89 ára að aldri. Bacall var ein helsta leikkona gullaldaráranna í…


Daisy Ridley með burðarhlutverk í nýja Star Wars-þríleiknum

Daisy Ridley með burðarhlutverk í nýja Star Wars-þríleiknum 12. ágúst '14 12:16

Breska leikkonan unga Daisy Ridley er orðin ein eftirsóttasta og umtalaðsta kvikmyndaleikona í heimi þótt…


Robin Williams látinn

Robin Williams látinn 12. ágúst '14 00:32

Robin Williams er látinn, 63 ára að aldri. Gamanleikarinn fannst látinn á heimili sinu í Tiburon…


Bestu heimildamyndir allra tíma í Sight & Sound

Bestu heimildamyndir allra tíma í Sight & Sound 11. ágúst '14 12:01

Hvað gerir heimildamynd góða og hvað gerir góð heimildamynd? Hið virta breska kvikmyndarit Sight & Sound gerði…


Einstök sýning á Snowpiercer

Einstök sýning á Snowpiercer 8. ágúst '14 13:52

Kvikmyndin Snowpiercer hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda um allan heim en nú liggur fyrir að myndin komi…


Tortímandinn snýr aftur í Terminator: Genisys

Tortímandinn snýr aftur í Terminator: Genisys 8. ágúst '14 12:01

Nýjasta innslagið í Terminator-bálkinn hefur hlotið nafnið Terminator: Genisys en áður…


Warner Bros neglir tvær nýjar LEGO-kvikmyndir

Warner Bros neglir tvær nýjar LEGO-kvikmyndir 8. ágúst '14 11:33

Hin stórskemmtilega The LEGO Movie malaði gull í sumar og nú hefur Warner Bros. tilkynnt tvær framhaldsmyndir…


William Friedkin orðaður við True Detective framhaldið

William Friedkin orðaður við True Detective framhaldið 11. júlí '14 13:46

Kapalstöðin HBO sópaði að vanda til sín Emmy-tilnefningum og ber höfuð og herðar yfir aðra framleiðendur…


The Expendables-teymið mannar plakat

The Expendables-teymið mannar plakat 11. júlí '14 12:14

Harðhausamyndin The Expendables 3 verður frumsýnd í næsta mánuði og hér að neðan gefur…


Sýnishorn: Ólympíuandinn hélt í honum lífinu í Unbroken

Sýnishorn: Ólympíuandinn hélt í honum lífinu í Unbroken 10. júlí '14 13:08

Nýtt sýnishorn úr kvikmyndinni Unbroken, sem Angelina Jolie leikstýrir, má sjá…


Svarthöfði 2011-2013 - Allur réttur áskilinn | svarthofdi (hjá) svarthofdi.is | Um Svarthöfða