Thor 2 verður tekin upp á Íslandi

3. ágúst '12 13:28 Thor 2 verður tekin upp á Íslandi

Ekkert lát er á straumi stórstjarna frá Hollywood til Íslands en samkvæmt traustum heimildum Svarthöfða stendur til að taka ofurhetjumyndina Thor: The Dark World upp á Íslandi. Myndin er framhald Marvel-myndarinnar Thor og er beintengd The Avengers sem sló flest hugsanleg aðsóknarmet um víða veröld í vor.

Þegar vel er að gáð er Ísland í raun sjálfsagður tökustaður fyrir þessa stórmynd þar sem Thor-myndirnar fjalla um ævintýri þrumuguðs norrænna manna, Þórs, þegar hann stígur niður úr Ásgarði og lemur í stað jötna á allskyns ófétum með Mjölni.

Stan Lee, sem er heilinn á bak við allar helstu hetjur myndasögurisans Marvel, sótti Þór í fornu goðsagnirnar sem voru í fyrndinni varðveittar og skráðar á Íslandi þannig að þegar Chris Hemsworth kemur til landsins til þess að leika Þór má segja að þrumuguðinn sé kominn heim.

Tengingar Thor: The Dark World við Ísland eru þó fleiri og nærtækari þar sem leikstjóri myndarinnar, Alan Taylor, hefur verið viðloðandi Game of Thrones-þættina og var á Íslandi ekki alls fyrir löngu og leikstýrði efni sem nýtt var í síðustu þáttaröð þessa vinsælu þátta. Þegar Taylor var á Íslandi hrósaði hann sérstaklega fallegri birtunni yfir landinu. Sagði dagana stutta en birtan færi falleg hverja einustu sólarstund.

„Okkur finnst magnað að ferðast til heims sem líkist þeim sem við erum að reyna skapa. Það veitir okkur öllum innblástur,“ sagði Taylor um landið þegar hann var hér að taka upp Game of Thrones.

Ætla má að atriðin sem tekin verða á Íslandi eigi sér stað í goðheimum enda hlýtur íslenskt landslag að líkjast mjög umhverfinu handan Bifrastar þar sem vor heiðnu goð halda til. Því má ganga að því sem gefnu að auk Hemsworth mæti leikararnir Tom Hiddleston og Anthony Hopkins til landsins en þeir leika Loka og Óðinn. Hopkins ætti þá að vera orðinn vanur Íslandi þar sem hann leikur einnig í Biblíusögumynd Darrens Aronofsky, Noah, sem unnið er að hérlendis um þessar mundir. Idris Elba leikur Heimdall í Thor: The Dark World og ætti því líka að láta sjá sig en hann hefur einnig spókað sig hér áður þar sem hann fór með hlutverk í Prometheus eftir Ridley Scott.

Natalie Portman og Stellan Skarsgård leika helstu bandamenn Þórs í mannheimum og því ef til vill ekki jafn víst að þau heiðri landann með nærveru sinni en óneitanlega væri fengur að fá þá frábæru leikkonu og skæru stjörnu, Portman, til landsins. Skarsgård hefur hins vegar þegar leikið í kvikmynd á Íslandi og fékk heldur betur að kynnast veðurofsa landsins þegar hann var hér við tökur á Beowulf & Grendel fyrir nokkrum árum.

Í vikunni var greint frá því að breski eðalleikarinn Christopher Eccleston muni fara með hlutverk illmennisins Malekith The Accursed í Thor: The Dark World og næsta víst er að Þór muni mæta þeim fjanda sínum, sem drottnar yfir Svartálfaheimum, í goðheimum þannig að Eccleston lætur líklega til sín taka á Íslandi enda hlýtur landið að henta ákaflega vel sem Svartálfaheimur þegar skyggja fer.

Ráðgert er að tökur á Thor: The Dark World hefjist í ágúst og stefnt er á frumsýningu í nóvember á næsta ári.

Þórarinn Þórarinsson


Fréttir

William Friedkin orðaður við True Detective framhaldið

William Friedkin orðaður við True Detective framhaldið 11. júlí '14 13:46

Kapalstöðin HBO sópaði að vanda til sín Emmy-tilnefningum og ber höfuð og herðar yfir aðra framleiðendur…


The Expendables-teymið mannar plakat

The Expendables-teymið mannar plakat 11. júlí '14 12:14

Harðhausamyndin The Expendables 3 verður frumsýnd í næsta mánuði og hér að neðan gefur…


Sýnishorn: Ólympíuandinn hélt í honum lífinu í Unbroken

Sýnishorn: Ólympíuandinn hélt í honum lífinu í Unbroken 10. júlí '14 13:08

Nýtt sýnishorn úr kvikmyndinni Unbroken, sem Angelina Jolie leikstýrir, má sjá…


Sýnishorn: Hákarlar ætla að ná fram hefndum í Sharknado 2

Sýnishorn: Hákarlar ætla að ná fram hefndum í Sharknado 2 9. júlí '14 13:44

Nýtt sýnishorn úr sjónvarpsmyndinni Sharknado 2: The Second One er komið á veraldarvefinn og má…


Sýnishorn: Glæpahyski mun bjarga alheiminum í Guardians of the Galaxy

Sýnishorn: Glæpahyski mun bjarga alheiminum í Guardians of the Galaxy 9. júlí '14 13:23

Markaðsdeild myndasögurisans Marvel hefur sent frá sér nýtt sýnishorn úr hinni væntanlegu Guardians…


Suárez og bitvargar bíómyndanna

Suárez og bitvargar bíómyndanna 2. júlí '14 14:05

Bitvargurinn sókndjarfi Luis Suárez gerði allt vitlaust á dögunum þegar hann nartaði í…


Tom Hanks og Meg Ryan saman á ný

Tom Hanks og Meg Ryan saman á ný 1. júlí '14 11:20

Mjög líklegt þykir að Tom Hanks muni leika aukahlutverk í kvikmyndinni Ithaca sem verður…


Hollywood komið með HM-bakteríuna

Hollywood komið með HM-bakteríuna 30. júní '14 14:48

Víða um lönd gengur laust ofsatrúarfólk sem stendur bjargfast í þeirri meiningu að knattspyrna sé…


Balti úðaði sápu- og kartöfluspæni yfir leikara Everest

Balti úðaði sápu- og kartöfluspæni yfir leikara Everest 30. júní '14 14:06

Breska kvikmyndatímaritið Empire tók hún á Baltasar Kormáki í Pinewood-kvikmyndaverinu…


Hollywood-liðið telur The Godfather bestu mynd allra tíma

Hollywood-liðið telur The Godfather bestu mynd allra tíma 27. júní '14 15:15

The Hollywood Reporter hefur birt lista yfir 100 bestu kvikmyndir allra tíma að mati bransaliðsins í Hollywood og spyr hverjir…


Shane Black ætlar ekki með Predator á byrjunarreit

Shane Black ætlar ekki með Predator á byrjunarreit 27. júní '14 14:48

Leikstjórinn og handritshöfundurinn Shane Black hefur nú varpað ljósi áform sín um að…


Sýnishorn: Keaton á erfitt að stíga úr skugga Birdman

Sýnishorn: Keaton á erfitt að stíga úr skugga Birdman 26. júní '14 12:06

Sýnishorn úr Birdman nýjustu kvikmynd mexíkóska leikstjórans Alejandro González…


David Cronenberg afþakkaði Star Wars-mynd

David Cronenberg afþakkaði Star Wars-mynd 26. júní '14 11:46

Kandasíski leikstjórinn og költ-kóngurinn David Cronenberg var heiðraður á Provincetown-kvikmyndahátíðinni…


Shane Black endurgerir Predator

Shane Black endurgerir Predator 25. júní '14 14:30

Leikstjórinn og handritshöfundurinn Shane Black ætlar að endurgera hasarmyndina Predator frá…


Sýnishorn: Bakvið víglínu óvinarins í Fury

Sýnishorn: Bakvið víglínu óvinarins í Fury 25. júní '14 13:55

Sýnishorn úr stríðsmyndinni Fury með Brad Pitt var frumsýnt í gær…


Eli Wallach látinn

Eli Wallach látinn 25. júní '14 12:08

Leikarinn Eli Wallach, sem þekktastur er fyrir túlkun sína á mexíkönskum skúrkum í…


Nathan Fillion laumar sér inn í Guardians of the Galaxy

Nathan Fillion laumar sér inn í Guardians of the Galaxy 25. júní '14 11:49

Kanadíski leikarinn Nathan Fillion nýtur töluverðs fylgis hjá nördum sem tóku fregnum af…


Paul Thomas Anderson hætti í kvikmyndaskóla vegna Terminator 2

Paul Thomas Anderson hætti í kvikmyndaskóla vegna Terminator 2 24. júní '14 15:36

Leikstjórinn Paul Thomas Anderson sendir frá sér kvikmyndina Inherent Vice á næsta ári…


Hundurinn Rory McCann elskar Ísland enn

Hundurinn Rory McCann elskar Ísland enn 24. júní '14 12:53

Skoski leikarinn Rory McCann leikur hinn skuggalega vígamann Sandor Clegane, The Hound,…


Daniel Radcliffe telur sjálfan sig „fullkominn" sem Robin

Daniel Radcliffe telur sjálfan sig „fullkominn 23. júní '14 14:27

Lítið hefur farið fyrir leikaranum Daniel Radcliffe síðan hann kvaddi galdraheim Harrys Potter fyrir…


Svarthöfði 2011-2013 - Allur réttur áskilinn | svarthofdi (hjá) svarthofdi.is | Um Svarthöfða