Thor 2 verður tekin upp á Íslandi

3. ágúst '12 13:28 Thor 2 verður tekin upp á Íslandi

Ekkert lát er á straumi stórstjarna frá Hollywood til Íslands en samkvæmt traustum heimildum Svarthöfða stendur til að taka ofurhetjumyndina Thor: The Dark World upp á Íslandi. Myndin er framhald Marvel-myndarinnar Thor og er beintengd The Avengers sem sló flest hugsanleg aðsóknarmet um víða veröld í vor.

Þegar vel er að gáð er Ísland í raun sjálfsagður tökustaður fyrir þessa stórmynd þar sem Thor-myndirnar fjalla um ævintýri þrumuguðs norrænna manna, Þórs, þegar hann stígur niður úr Ásgarði og lemur í stað jötna á allskyns ófétum með Mjölni.

Stan Lee, sem er heilinn á bak við allar helstu hetjur myndasögurisans Marvel, sótti Þór í fornu goðsagnirnar sem voru í fyrndinni varðveittar og skráðar á Íslandi þannig að þegar Chris Hemsworth kemur til landsins til þess að leika Þór má segja að þrumuguðinn sé kominn heim.

Tengingar Thor: The Dark World við Ísland eru þó fleiri og nærtækari þar sem leikstjóri myndarinnar, Alan Taylor, hefur verið viðloðandi Game of Thrones-þættina og var á Íslandi ekki alls fyrir löngu og leikstýrði efni sem nýtt var í síðustu þáttaröð þessa vinsælu þátta. Þegar Taylor var á Íslandi hrósaði hann sérstaklega fallegri birtunni yfir landinu. Sagði dagana stutta en birtan færi falleg hverja einustu sólarstund.

„Okkur finnst magnað að ferðast til heims sem líkist þeim sem við erum að reyna skapa. Það veitir okkur öllum innblástur,“ sagði Taylor um landið þegar hann var hér að taka upp Game of Thrones.

Ætla má að atriðin sem tekin verða á Íslandi eigi sér stað í goðheimum enda hlýtur íslenskt landslag að líkjast mjög umhverfinu handan Bifrastar þar sem vor heiðnu goð halda til. Því má ganga að því sem gefnu að auk Hemsworth mæti leikararnir Tom Hiddleston og Anthony Hopkins til landsins en þeir leika Loka og Óðinn. Hopkins ætti þá að vera orðinn vanur Íslandi þar sem hann leikur einnig í Biblíusögumynd Darrens Aronofsky, Noah, sem unnið er að hérlendis um þessar mundir. Idris Elba leikur Heimdall í Thor: The Dark World og ætti því líka að láta sjá sig en hann hefur einnig spókað sig hér áður þar sem hann fór með hlutverk í Prometheus eftir Ridley Scott.

Natalie Portman og Stellan Skarsgård leika helstu bandamenn Þórs í mannheimum og því ef til vill ekki jafn víst að þau heiðri landann með nærveru sinni en óneitanlega væri fengur að fá þá frábæru leikkonu og skæru stjörnu, Portman, til landsins. Skarsgård hefur hins vegar þegar leikið í kvikmynd á Íslandi og fékk heldur betur að kynnast veðurofsa landsins þegar hann var hér við tökur á Beowulf & Grendel fyrir nokkrum árum.

Í vikunni var greint frá því að breski eðalleikarinn Christopher Eccleston muni fara með hlutverk illmennisins Malekith The Accursed í Thor: The Dark World og næsta víst er að Þór muni mæta þeim fjanda sínum, sem drottnar yfir Svartálfaheimum, í goðheimum þannig að Eccleston lætur líklega til sín taka á Íslandi enda hlýtur landið að henta ákaflega vel sem Svartálfaheimur þegar skyggja fer.

Ráðgert er að tökur á Thor: The Dark World hefjist í ágúst og stefnt er á frumsýningu í nóvember á næsta ári.

Þórarinn Þórarinsson


Fréttir

Liam Neeson skilur eftir sig blóðuga slóð

Liam Neeson skilur eftir sig blóðuga slóð 18. september '14 13:43

Þeir liggja margir í valnum eftir Liam Neeson í fjölda kvikmynda þar sem leikarinn góði…


Denzel Washington er banvænn í The Equalizer

Denzel Washington er banvænn í The Equalizer 17. september '14 14:45

Óskarsverðlaunahafinn Denzel Washington fer með aðalhlutverkið í spennumyndinni The Equalizer…


Ítalskt bíó á RIFF

Ítalskt bíó á RIFF 17. september '14 13:59

„Ítalskur kvikmyndaiðnaður hefur verið í fremstu röð frá fyrstu tíð enda næstum jafngamall…


Scott Glenn þjálfar Daredevil

Scott Glenn þjálfar Daredevil 17. september '14 12:21

Gamli harðjaxlinn Scott Glenn sem hefur komið við sögu í myndum á borð við The Right Stuff,…


Sýnishorn: Keanu Reeves leitar hefnda í John Wick

Sýnishorn: Keanu Reeves leitar hefnda í John Wick 16. september '14 14:33

Keanu Reeves, leikarinn sem er aðeins með einn svip, fer með titilhlutverkið í hasarmyndinni John Wick…


Christopher McQuarrie sleppir takinu á Jack Reacher

Christopher McQuarrie sleppir takinu á Jack Reacher 16. september '14 14:13

Rithöfundurinn Lee Child hefur dælt út nítján bókum um Jack Reacher, herlögreglumanninn…


Slæst Drax í lið við The Avengers?

Slæst Drax í lið við The Avengers? 11. september '14 13:21

Glímukappinn Dave Bautista gerði miklu lukku meðal áhorfenda í hlutverki sínu sem Drax…


Nýi Batman-bílinn lítur dagsins ljós

Nýi Batman-bílinn lítur dagsins ljós 11. september '14 11:50

Leikstjórinn Zack Snyder er um þessar mundir að leikstýra Batman v Superman: The Dawn of Justice…


Fuqua leikstýrir Washington í The Magnificent Seven

Fuqua leikstýrir Washington í The Magnificent Seven 10. september '14 13:20

Óskarsverðlaunahafinn Denzel Washington ætlar að fara með aðalhlutverkið í endurgerð…


Sýnishorn: Barist til síðasta manns í Fury

Sýnishorn: Barist til síðasta manns í Fury 10. september '14 12:20

Nýtt sýnishorn úr stríðsmyndinni Fury með Brad Pitt sem verður frumsýnd í…


Internetið drepur bíóbiblíu Maltins

Internetið drepur bíóbiblíu Maltins 10. september '14 11:54

Bandaríski kvikmyndagagnrýnandinn Leonard Maltin hefur í áratugi gefið stutta og snarpa bíódóma…


Darren Aronofsky ánægður með Vonarstræti

Darren Aronofsky ánægður með Vonarstræti 8. september '14 12:23

Leikstjórinn Darren Aronofsky hefur ekki farið leynt með ást sína á Íslandi eftir að…


Scorsese leikstýrir DiCaprio, De Niro og Pitt... í stuttmynd

Scorsese leikstýrir DiCaprio, De Niro og Pitt... í stuttmynd 8. september '14 12:10

Meistari Martin Scorsese mun leikstýra stórleikurunum Leonardo DiCaprio, Robert De Niro og Brad…


Sýnishornið sem Svarthöfði má ekki birta

Sýnishornið sem Svarthöfði má ekki birta 5. september '14 14:17

Danski leikstjórinn og vandræðagemlingurinn Lars von Trier vakti mikla athygli með hinni klámfengnu mynd…


París norðursins frumsýnd um helgina

París norðursins frumsýnd um helgina 5. september '14 12:51

Kvikmyndin París norðursins gerði mikla lukku á Karlovy Vary kvikmyndahátíðinni í Tékklandi…


Sýnishorn: 26 leiðir til þess að deyja í ABCs of Death 2

Sýnishorn: 26 leiðir til þess að deyja í ABCs of Death 2 3. september '14 11:19

Sýnishorn úr hrollvekjunni ABCs of Death 2 var birt á veraldarvefnum í gær og má sjá hér…


Jack Bauer gerir aðra atrennu að bíómynd

Jack Bauer gerir aðra atrennu að bíómynd 2. september '14 16:27

Hugmyndir um að gera kvikmynd í fullri lengd um ævintýri útlagans og hryðjuverkamannabanans Jack Bauer…


HBO boðar komu The Wire í háskerpu

HBO boðar komu The Wire í háskerpu 2. september '14 14:28

Það vakti verðskuldaða athygli árið 2010 þegar Jón Gnarr setti það sem skilyrði…


Tökur hafnar á Magic Mike XXL

Tökur hafnar á Magic Mike XXL 2. september '14 13:57

Karlstripparinn Magic Mike kom mörgum í opna skjöldu árið 2010 þegar hann sló óvænt…


Fjársjóður fyrir Ernest aðdáendur

Fjársjóður fyrir Ernest aðdáendur 29. ágúst '14 15:06

Leikarinn Jim Varney heitinn verður ætíð kenndur við hrakfallabálkinn Ernest úr kvikmyndum…


Svarthöfði 2011-2013 - Allur réttur áskilinn | svarthofdi (hjá) svarthofdi.is | Um Svarthöfða