A PHP Error was encountered

Severity: Notice

Message: Only variable references should be returned by reference

Filename: core/Common.php

Line Number: 257

2012 | Kvikmyndavefurinn Svarthöfði

Úr bunkanum: 2012 (2009)

21. desember '12 00:00 2012

„Hvort að spár Maya eigi við einhver rök að styðjast skiptir litlu en eitt er víst að 2012 er þokkalegasta skemmtun.“

21. desember 2012 er merkur dagur. Tímatal hinna fornu Maya endaði á þessum degi þannig að því hefur verið spáð að heimurinn muni farast á þessum degi. Spádómur Mayana hefur verið rannsakaður í bak og fyrir af vísindamönnum í 2012 og viti menn. Hún er laukrétt. Engin sérstök ástæða er þó til þess að fara á taugum því Bandaríkjastjórn hefur byggt stærðarinnar skip sem flytur merkustu einstaklinga í heiminum og aðra útvalda eins og dýraríki Nóa í örkinni.

Stórslysa- og hamfaramyndir vefjast ekki fyrir Roland Emmerich sem leikstýrði myndunum Independence Day og The Day After Tomorrow. Þeir eru ekki margir leikstjórarnir sem geta státað af því að hafa gjöreytt Hvíta húsinu á hvíta tjaldinu í tvígang. Tæknibrellurnar í 2012 eru dúndurflottar og spennan nær hámarki þegar hver stórborgin á fætur annarri ferst í hafi tölvubrellna.

Það er nánast hægt að treysta á að Emmerich skili af sér fyrirtaks spennumyndum en í síðustu myndum hans hafa handritin klikkað og sú er raunin í þessu tilfelli. Handrit 2012 er einfaldlega of langt, með áberandi óþörfum persónum sem þvælast fyrir og þjóna engum tilgangi. Nema jú, að drepast. Eins og í mörgum stórslysamyndum fylgir smá væmni sem flestir ættu nú að geta hrist af sér.

Mörgum leikurum bregður fyrir í misstórum hlutverkum en brellurnar gegna ávallt stærsta hlutverkinu. Þeir leikarar sem ber mest á eru yfirleitt á harðahlaupum undan móður náttúru eða að pólitíkusast bak við tjöldin, en það eru meðal annars John Cusack, Amanda Peet, Chiwetel Ejiofor, Woody Harrelson og Oliver Platt. Ejiofor er í einna bitstæðasta hlutverkinu sem vísindamaður. Þá leikur gamla kempan Danny Glover forseta Bandaríkjanna.

Hvort að spár Maya eigi við einhver rök að styðjast skiptir litlu en eitt er víst að 2012 er þokkalegasta skemmtun. Meistari stórslysamyndanna Irwin Allen yrði eflaust hæstánægður með útkomuna.

Leikstjóri: Roland Emmerich
Handrit: Roland Emmerich, Harald Kloser
Leikarar: John Cusack, Amanda Peet, Chiwetel Ejiofor, Thandie Newton, Oliver Platt, Danny Glover, Woody HarrelsonSvarthöfði 2011-2013 - Allur réttur áskilinn | svarthofdi (hjá) svarthofdi.is | Um Svarthöfða