A PHP Error was encountered

Severity: Notice

Message: Only variable references should be returned by reference

Filename: core/Common.php

Line Number: 257

21 and Over | Kvikmyndavefurinn Svarthöfði

Í bíó: 21 and Over (2013)

6. mars '13 22:28 21 and Over

„Markhópur 21 and Over er unglingar en það breytir engu um að við hin ættum að geta haft gaman að henni. Til þess þarf hún bara að vera fyndin.“

Tveir vinir ákveða að koma þeim þriðja á óvart með afmælisdjammi á heimavist hans. Litlu breytir að hann þarf að mæta í atvinnuviðtal daginn eftir og vitaskuld dottið íða með tilheyrandi rugli og bulli. Áður en kvöldið er á enda komið deyr vinurinn áfengisdauða og er það undir félögunum tveimur að finna út hvar í andskotanum gæinn býr.

Handritshöfundarnir Jon Lucas og Scott Moore þreyta frumraun sína sem leikstjórar í 21 and Over en þeir hafa áður skrifað handrit The Hangover og The Change-Up. Drykkja, þynnka og asnaskapur eru þeim enn ofarlega í huga ef marka má 21 and Over. Eiginlega má segja hana hálfgerða blöndu úr fyrri handritum þeirra félaga og útkoman er afskaplega þreytt og þvæld tugga.

Uppákomurnar eru hver annarri klikkaðari og alltaf virðist takmarkið vera að gera aðstæðurnar eins öfgakenndar og hægt er. Gallinn er bara sá að uppákomurnar eru sjaldnast fyndnar og þær fáu sem hægt er að brosa yfir drukkna í yfirkeyrðri vitleysu. Marflöt persónusköpun sem í raun er engin og að sama skapi óáhugaverðar persónur sjá til þess að nánast útilokað er að hafa áhuga á þremenningunum.

Fjölskrúðugu og snargeggjuðu háskólalíf hafa áður verið gerð skil með ágætum í myndum eins og Animal House og, í seinni tíð, Old School en hér er farið á mis við allt sem virkaði í þeim myndum. Markhópur 21 and Over er unglingar en það breytir engu um að við hin ættum að geta haft gaman að henni. Til þess þarf hún bara að vera fyndin.

Leikstjóri: Jon Lucas, Scott Moore
Handrit: Jon Lucas, Scott Moore
Leikarar: Miles Teller, Justin Chon, Jonathan Keltz, Sarah WrightSvarthöfði 2011-2013 - Allur réttur áskilinn | svarthofdi (hjá) svarthofdi.is | Um Svarthöfða