A PHP Error was encountered

Severity: Notice

Message: Only variable references should be returned by reference

Filename: core/Common.php

Line Number: 257

28 Days Later | Kvikmyndavefurinn Svarthöfði

Úr bunkanum: 28 Days Later (2002)

1. nóvember '12 10:37 28 Days Later

„Banvænn og bráðsmitandi vírus sleppur laus í Bretlandi en hann hefur þau hvimleiðu áhrif á fólk að það umbreytist á nokkrum sekúndum í morðóðar og heiladauðar skepnur sem eru skemmtilega náskyldar gömlu uppvakningunum hanns George A. Romero. “

Leikstjórinn Danny Boyle hóf feril sinn í kvikmyndum með miklum krafti með myndunum Shallow Grave og Trainspotting en tókst ekki að fylgja þeim eftir sem skyldi með A Life Less Ordinary og hinni misheppnuðu The Beach.
Hann hrökk síðan hressilega í gírinn með uppvakningahrollinum 28 Days Later sem er hreint út sagt sælgæti fyrir þá sem kunna að meta mátulega subbulegan hroll enda vísar hún markvisst í klassískar dómsdagsmyndir á borð við The Night of the Living Dead, Mad Max og The Omega Man.

Banvænn og bráðsmitandi vírus sleppur laus í Bretlandi en hann hefur þau hvimleiðu áhrif á fólk að það umbreytist á nokkrum sekúndum í morðóðar og heiladauðar skepnur sem eru skemmtilega náskyldar gömlu uppvakningunum hanns George A. Romero.

Þeir örfáu sem sleppa við sýkingu berjast vonlítilli baráttu fyrir lífi sínu. Þrátt fyrir áhersluna á blóðsúthellingar og líkamlegan viðbjóð finnur Boyle, rétt eins og Romero, í uppvakningamyndunum, samt pláss fyrir tilfinningar persónanna og vangaveltur um eðli mannsins sem þarf auðvitað, frekar en fyrri daginn, ekkert endilega á veirusýkingu að halda til þess að breytast í skepnur og brytja náungann í spað.

Leikstjóri: Danny Boyle
Handrit: Alex Garland
Leikarar: Cillian Murphy, Naomie Harris, Christopher EcclestonSvarthöfði 2011-2013 - Allur réttur áskilinn | svarthofdi (hjá) svarthofdi.is | Um Svarthöfða