A PHP Error was encountered

Severity: Notice

Message: Only variable references should be returned by reference

Filename: core/Common.php

Line Number: 257

Christmas Vacation | Kvikmyndavefurinn Svarthöfði

Úr bunkanum: Christmas Vacation (1989)

14. desember '12 00:00 Christmas Vacation

„Engu breytir þótt maður kunni Christmas Vacation utanbókar og þótt spólan sé slitin, sjónvarpið lítið eða diskurinn rispaður þá er boðskapurinn í myndinni alltaf sá sami og alltaf til staðar. “

Í tilefni þess að Sambíóin hafa tekið hina sígildu National Lampoon's Christmas Vacation aftur til sýninga þá er tilvalið að skauta yfir þessa ástsælu jólamynd sem vermir mörg hjörtu landsmanna árlega.

Christmas Vacation er þriðja Vacation-myndin þar sem Chevy Chase fer á kostum sem Clark Griswold. Sem höfuð fjölskyldunnar ætlar Clark sér of stóran bita þegar kemur að fríum fjölskyldunnar en núna á fjölskyldan geðþekka von á stórfjölskyldunni eins og hún leggur sig í heimsókn um jólin.

Það er fyrir löngu orðinn fastur liður á mínu heimili að renna Christmas Vacation í gegn í það minnsta einu sinni yfir hátíðarnar. John Hughes skrifar þessa miklu snilld og kostuleg atburðarás, hnyttin samtöl og boðskapur myndarinnar þreytast seint. Þótt Clark geri hver mistökin á fætur öðrum í bráðfyndnum uppátækjum þá er hann alltaf hjartað á réttum stað.

Rétt eins og smákökur, jólatré og hangikjöt tilheyrir Griswold-fjölskyldan jólunum mínum og alltaf er hægt að treysta á Chase, Beverly D'Angelo og Randy Quaid til þess að hjálpa manni að finna rétta jólaandann. Fjölskyldan eins og hún leggur sig er alltaf jafn skemmtileg og furðuleg til skiptis. Rétt eins og fjölskyldur okkar allra.

Christmas Vacation er ekta og sönn jólamynd þótt hún grínist með jólastressið og geðveikina sem grípur besta fólk á þessum fallega árstíma. Engu breytir þótt maður kunni myndina utanbókar og þótt spólan sé slitin, sjónvarpið lítið eða diskurinn rispaður þá er boðskapurinn í myndinni alltaf sá sami og alltaf til staðar. Það eina sem skiptir máli er að hafa alltaf hugfast, eins og Clark Griswold, að jólin eru tími okkar allra og að við látum þau skipta máli með því að gera sem best úr þeim. Hjartað og hugurinn eru það sem mestu máli skiptir.

Leikstjóri: Jeremiah S. Chechik
Handrit: John Hughes
Leikarar: Chevy Chase, Beverly D'Angelo, Juliette Lewis, Johnny Galecki, Randy QuaidSvarthöfði 2011-2013 - Allur réttur áskilinn | svarthofdi (hjá) svarthofdi.is | Um Svarthöfða