A PHP Error was encountered

Severity: Notice

Message: Only variable references should be returned by reference

Filename: core/Common.php

Line Number: 257

Creepshow | Kvikmyndavefurinn Svarthöfði

Úr bunkanum: Creepshow (1982)

26. október '12 16:45 Creepshow

„Eftir áralanga áætlun um að horfa á Creepshow tókst það loksins og þótt myndin hefði mátt vera ögn betri þá stóð hún undir þeim væntingum sem beinagrinda kápan framkallaði rúmum tveimur áratugum áður.“

Hrollvekjan Creepshow tilheyrir ákveðnum flokki mynda sem maður fylgdist grannt með á vídeóleigunum á yngri árum. Spóluhulstrið eitt sannaði ágæti myndarinnar og því var staðföst ákvörðun tekin um að þessi mynd yrði leigð þann dag sem undirritaður uppfyllti aldurstakmark myndarinnar. Þegar sá dagur rann upp var myndin auðvitað löngu gleymd og grafin. Þangað til núna.
 

Í Creepshow leiða Stephen King og George A. Romero, tveir þaulreyndir hrollvekjumeistarar, saman hesta sína. Og er útkoman afar áhugaverð. Innblástur myndarinnar sækja þeir félagar í gömul teiknimyndablöð með hroll- og gamanívafi og myndi skiptist í fimm sögur. Sögurnar eru afar fjölbreyttar og verða fyrir vikið ójafnar, og á köflum stefnulausar, ef á heildina er litið. Sögunum er splæst saman með snargeggjaðri klippingu svo að tilfinningin sé eins og um lestur á teiknimyndablaði sé að ræða.
 

Í sögunum fer skrautlegur hópur leikara með hlutverk fórnarlamba og gerenda. Sumar eru kómískari en aðrar en alltaf hrollvekju undirtónarnir eru alltaf þeir sömu. Sögurnar Something To Tide You Over með Leslie Nielsen og Ted Danson, og The Crate þeirra Hals Holbrook og Adrienne Barbeau standa helst upp úr. Í Something To Tide You Over leikur Nielsen yfirvegaðann morðingja sem grefur Danson í fjöru einni, og í The Crate leikur Halbrook kennara sem hefur fengið nóg að eiginkonu sinni og grípur til þess örþrifaráðs að nýta harmleik einn til þess að koma henni fyrir kattanef.

 

Miklu púðri er eytt í síðustu söguna, They're Creeping Up On You, sem gengur hún út á það eitt að ganga fram af áhorfendum og skemmir það dálítið fyrir heildinni. Helsti kostur sagnanna fimm er að þær eru óútreiknanlegar og er því niðurstaðan í hverri og einni aldrei háð heildinni.
 

Það eitt að leiða saman King og Romero ætti í sjálfu sér að verðskulda fullt hús stjarna en þetta smellur ekki alveg hjá hrollvekjumeisturunum tveimur. Sögurnar eru misgóðar, eins og við mátti búast og slakasta sagan slær botninn í myndina. Eftir áralanga áætlun um að horfa á Creepshow tókst það loksins og þótt myndin hefði mátt vera ögn betri þá stóð hún undir þeim væntingum sem beinagrinda kápan framkallaði rúmum tveimur áratugum áður.

Leikstjóri: George A. Romero
Handrit: Stephen King
Leikarar: Hal Holbrook, Adrienne Barbeau, Fritz Weaver, Leslie Nielsen, Ed Harris, Ted Danson og Stephen KingSvarthöfði 2011-2013 - Allur réttur áskilinn | svarthofdi (hjá) svarthofdi.is | Um Svarthöfða