A PHP Error was encountered

Severity: Notice

Message: Only variable references should be returned by reference

Filename: core/Common.php

Line Number: 257

Episode III: Revenge of the Sith | Kvikmyndavefurinn Svarthöfði

Úr bunkanum: Episode III: Revenge of the Sith (2005)

4. maí '12 13:25 Episode III: Revenge of the Sith

„Spennan er þétt, hamagangurinn mikill og maður tekur andköf yfir geggjuðu geislasverða-einvígi Obi-Wans og Anakins í lokin en þessi mögnuðustu vinslit menningarsögunnar eru bæði kúl og dramatísk.“

Í tilefni af alþjóðlega Star Wars-deginum, 4. maí, þótti Svarthöfða við hæfi að rótast í bunkanum sínum og draga fram hina sjö ára gömlu Revenge of the Sith en með henni bjargaði George Lucas seinni Stjörnustríðsþríleiknum fyrir horn eftir ansi hreint dapulegar Episode I og Episode II.

Því fer fjarri að Episode III sé gallalaus en miðað við það sem á undan kom má segja að Lucas hafi lokið bálknum með glæsibrag. Í upphafi þessarar myndar en enn margt ósagt og sem betur fer eyðir
Lucas, að þessu sinni, ekki dýrmætum tíma í óþarfa barnaskap og kjaftæði.

Revenge of the Sith er því áhrifamesta Star Wars-myndin síðan The Empire Strikes Back gerði allt vitlaust árið 1980. Dramatíkin og slagkrafturinn í þessum lokakafla er með ólíkindum. Máttur Lucasar er mikill og hér eyðir hann engum tíma í óþarfa þvælu. Þetta er einfaldlega 100% Star Wars.

Það ánægjulegasta við þessa mynd er svo tvímælalaust að höfundinum tekst að halda uppi spennu út alla myndina en það verður að teljast býsna vel af sér vikið þar sem hvert einasta mannsbarn í heiminum veit að myndin mun enda með falli Anakins og sigri hins illa. Fallið er sett fram á mjög sannfærandi hátt og við finnum til með ungu hetjunni sem berst við ofmetnað, hroka og valdagræðgi sem mengar sál hans svo illa að henn umbreytist í erkifjandann Svarthöfða.

Hayden Christiansen stendur sig vel í hlutverki Anakins og leikurinn styrkist með hverju skrefi sem drengurinn tekur til glötunar. Þessi mynd er þó að mínu mati fyrst og fremst mynd Ewans McGregor í hlutverki Obi-Wans sem er aðalgóði gæinn og í raun og veru mesti töffari myndabálksins í heild. Þá er Samuel L. Jackson ábúðarmikill og töff og Ian McDiramid gerir  glóða hluti sem Keisarinn vondi.

Ólíkt Episode I og II rís The Revenge of the Sith undir göllunum og er svo miklu, miklu betri en hinar tvær að maður gat ekki annað en tekið henni fagnandi og horft fram hjá því sem betur hefði mátt fara. Spennan er þétt, hamagangurinn mikill og maður tekur andköf yfir geggjuðu geislasverða-einvígi Obi-Wans og Anakins í lokin en þessi mögnuðustu vinslit menningarsögunnar eru bæði kúl og dramatísk.

George Lucas baðst með þessari mynd afsökunar á Episode I og II og gerði það svo vel og fallega að ekki var annað hægt en taka beiðnina itl greina enda stóð Stjörnustríðsbálkurinn að lokum uppi sem sterk heild þótt hún hafi aðeins misst dampinn í aðdraganda þessa magnaða endatafls.

Leikstjóri: George Lucas
Handrit: George Lucas
Leikarar: Hayden Christiansen, Ewan McGregor, Natalie PortmanSvarthöfði 2011-2013 - Allur réttur áskilinn | svarthofdi (hjá) svarthofdi.is | Um Svarthöfða