A PHP Error was encountered

Severity: Notice

Message: Only variable references should be returned by reference

Filename: core/Common.php

Line Number: 257

Frozen | Kvikmyndavefurinn Svarthöfði

Í bíó: Frozen (2013)

26. desember '13 14:58 Frozen

„Frozen er hugljúf og falleg þroskasaga systra sem lýsir upp skammdegið á þessum stuttu en góðu vetrardögum.“

Tvær ungar prinsessur eru aðskildar í æsku þegar hætta stafar af annarri þeirra vegna töfra sem hún býr yfir og hefur ekki lært að stjórna. Mörgum árum síðar er sú sama krýnd drottning en missir stjórnina á töfrunum og leggur álög á ríki sitt.

Frozen markar ánægjuleg og kærkomin tímamót í sögu teiknimynda Disney því myndin er sú fyrsta sem kona leikstýrir en þau Jennifer Lee og Christ Buck leikstýra myndinni. Frozen er lauslega byggð á ævintýri Hans Christian Andersen um Snædrottninguna eða Snedronningen.

Frozen sver sig í ætt við eldri Disney-myndir á borð við Litlu hafmeyjuna og Fríðu og dýrið. Myndin er að vísu tölvuteiknuð en handritið er vel skrifað, söngvarnir skemmtilegir og almennt séð er myndin vönduð í alla staði. Rétt eins og í fyrrnefndum myndum er gildur og góður boðskapur í myndinni þar sem systurnar gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að verja hvor aðra fyrir sárindum, jafnvel þótt þær valdi hvor annarri sársauka í þeirri viðleitni.

Það er mikið er gleðiefni að Disney sé byrjað að setja almennilegt púður í framleiðslu hágæða teiknimyndir undir handleiðslu Johns Lasseter. Þótt að Mikka mús-fyrirtækið hafi Pixar á sínum snærum þá er alltaf pláss fyrir fleiri góðar teiknimyndir. Myndin er ákaflega falleg ásýndar og er auðveldlega hægt að gleyma sér í heillandi ævintýraheimi hennar.

Kristen Bell og Idina Menzel ljá systrunum raddis sínar með ágætum en snjókarlinn Olaf, sem Josh Gad leikur, stelur senunni sem einlæg og stórskemmtileg persóna með hjartað á réttum stað en hann þráir ekkert heitara en að fá að baða sig í sólinni. Ekki er hreindýrið Sven, sem kemur skoðunum sínum til skila með svipbrigðum og látbrögðum, síðra en saman mynda þeir hið fínasta teymi.

Frozen er hugljúf og falleg þroskasaga systra sem lýsir upp skammdegið á þessum stuttu en góðu vetrardögum. Án þess að fara yfir um í klisjum þá leikur enginn vafi á því að Frozen þíði öll frosin hjört með töfrandi boðskap og útliti.

Leikstjóri: Chris Buck, Jennifer Lee
Handrit: Chris Buck, Jennifer Lee, Shane Morris, Hans Christian Andersen
Leikarar: Kristen Bell, Idina Menzel, Jonathan Groff, Josh Gadd, Santino Fontana, Alan TudykSvarthöfði 2011-2013 - Allur réttur áskilinn | svarthofdi (hjá) svarthofdi.is | Um Svarthöfða