A PHP Error was encountered

Severity: Notice

Message: Only variable references should be returned by reference

Filename: core/Common.php

Line Number: 257

Hanzo the Razor: Sword of Justice | Kvikmyndavefurinn Svarthöfði

DVD: Hanzo the Razor: Sword of Justice (1972)

23. júlí '12 12:00 Hanzo the Razor: Sword of Justice

„Sword of Justice er stórskemmtileg mynd og er ótrúlega vel heppnuð samsuða á Bond, Shaft og Dirty Harry í einni mynd og skila sexploitation-mynd á sama tíma. Það fer ekkert á milli mála að Hanzo er ,,langi armur laganna".“

„Elskarðu samúræ-myndir? Vildir þú að þær væru... grófari?" segir aftan á huggulegri viðhafnarútgáfu breska útgefandans Eureka! á Hanzo the Razor-kassa sem inniheldur þrjár kvikmyndir kappans. Myndirnar eru byggðar á samnefndum manga-sögum Kazuo Koike, sem skapaði meðal annars Lone Wolf and Cub-myndabálkinn.

Hanzo er samúræ sem lætur ekkert stoppa sig. Hann er harðákveðinn að uppræta spillingu meðal löggæslumanna í Edo þar sem enginn kemst undan sverði hans eða ræður við kænsku hans. Í Sword of Justice kemst Hanzo að því að glæpamaður, sem átti að dúsa í fangelsi, gengur í raun og veru enn laus um götur Edo. Eftir nánari eftirgrenslan kemst Hanzo að því að lausaganga illmennisins tengist spillingu sem teygir sig til æðstu embættismanna borgarinnar.

Sword of Justice er fyrsta Hanzo-mynd framleiðslurisans Toho og áttu myndirnar að vera svar Japana við James Bond, Shaft og Dirty Harry -  í einum pakka. Þú tekur kynorku Bonds, ofursvala takta Shafts og kalt augnaráð Clints Eastwood og þá einföldu speki Dirty Harry að betra sé að skjóta fyrst og spyrja svo. Þegar allt þetta er lagt saman er Hanzo the Razor kominn í öllu sínu veldi.

Hanzo-myndirnar gengu skrefinu lengra en fyrirmyndirnar þannig að eftir standa skemmtilegustu sexplotation-myndir Japana. Hanzo yfirheyrir dömur með voldugan lim sinn að vopni og kvelur þær með því að stoppa í miðjum klíðum þegar leikar standa sem hæst.

Shintaro Katsu fer með hlutverk Hanzo en áður fór hann með hlutverk blinda samuræmeistarans Zatoichi í samnefndum myndum. Ofursvalt fönk fylgir Hanzo alla myndina; hvort sem hann er að sneiða mann og annan í sundur eða heilla dömurnar úr hverri spjör. Aðdáun Quentins Tarantino á myndinni skín í gegn þar sem hann fær ófá atriði lánuð í Kill Bill Vol 1.

Sword of Justice er stórskemmtileg mynd og er ótrúlega vel heppnuð samsuða á Bond, Shaft og Dirty Harry í einni mynd og skila sexploitation-mynd á sama tíma. Það fer ekkert á milli mála að Hanzo er ,,langi armur laganna". 

Leikstjóri: Kenji Misumi
Handrit: Kazuo Koike, Takeshi Kanda
Leikarar: Shintarô Katsu, Yukiji Asaoka, Mari AtsumiSvarthöfði 2011-2013 - Allur réttur áskilinn | svarthofdi (hjá) svarthofdi.is | Um Svarthöfða