A PHP Error was encountered

Severity: Notice

Message: Only variable references should be returned by reference

Filename: core/Common.php

Line Number: 257

Identity Thief | Kvikmyndavefurinn Svarthöfði

Í bíó: Identity Thief (2013)

14. mars '13 22:25 Identity Thief

„Myndin slagar hátt í tvo tíma að lengd og ég er ekki frá því að maður sé álíka þreyttur við enda myndarinnar og persónurnar við enda ferðalagsins.“

Sandy Bigelow Patterson lendir í vandræðum þegar óprúttinn svikahrappur stelur kennitölu hans og nafni og steypir honum í stórskuldir. Sandy leggur í ævintýraför til þess að endurheimta líf sitt úr klóm svikahrappsins en það reynist honum hægara sagt en gert.

Persónuþjófnaður er þekkt fyrirbæri í Bandaríkjunum og það getur verið meiriháttar mál að losa sig úr slíkri flækju þannig að vitaskuld býður þetta upp á prýðilegan efnivið í gamanmynd. Söguþráðurinn í Identity Thief er í sjálfu sér ekkert svo galinn en mesti drifkrafturinn fer í að trompa þessa slæmar aðstæður Sandys með því að færa hann úr öskunni í eldinn. Það er nefnilega ekki nóg að mannaveiðari sé á eftir honum þar sem leigumorðingjar eru heldur ekki langt undan.

Eins æðislegur og frábær og Jason Bateman er í gamanþáttunum Arrested Development þá hefur reynst honum reynst erfitt að fóta sig í kvikmyndum. Hér rétt eins og í The Change-Up virðist hann ekki finna sig og er sjarmalaus og flatur. Svikahrappurinn sem Melissa McCarthy leikur er að sjálfsögðu þannig samansett að hún á að vera pirrandi og fara í manns fínustu. Leikkonunni tekst það vel en það fer örugglega eftir hverjum og einum áhorfanda hvort hún falli í kramið hjá honum eða sé bara yfirþyrmandi pirrandi.

Identity Thief hefur eflaust virkað stórvel á pappír þar sem útlit hefur verið fyrir mikinn hlátur og mikið gaman. Raunin er þó sú að myndin er ekki nægilega fyndin og neistann vantar á milli Bateman og McCarthy í hlutverkunum. Myndin slagar hátt í tvo tíma að lengd og ég er ekki frá því að maður sé álíka þreyttur við enda myndarinnar og persónurnar við enda ferðalagsins.

Leikstjóri: Seth Gordon
Handrit: Craig Mazin, Jerry Eeten
Leikarar: Jason Bateman, Melissa McCarthy, Jon Favreau, Amanda Peet, John Cho, Robert PatrickSvarthöfði 2011-2013 - Allur réttur áskilinn | svarthofdi (hjá) svarthofdi.is | Um Svarthöfða