A PHP Error was encountered

Severity: Notice

Message: Only variable references should be returned by reference

Filename: core/Common.php

Line Number: 257

Little Children | Kvikmyndavefurinn Svarthöfði

Úr bunkanum: Little Children (2006)

6. febrúar '13 13:08 Little Children

„Öflugir leikarar undir yfirvegaðri stjórn Fields reka síðan smiðshöggið á þessa eftirminnilegu mynd en þar fara þau fremst í flokki Winslet og Haley sem bæði uppskáru Óskarstilnefningu fyrir frammistöðu sína.“

Í Little Children segir Todd Field sögu nokkurra einstaklinga sem allir glíma við sína djöfla innri og ytri og lýsir því hvernig leiðir þeirra skerast með bæði góðum og misskelfilegum afleiðingum.

Sarah (Kate Winslet) er vansæl heimavinnandi húsmóðir sem situr uppi með leiðinlegan eigimann sem er háður netklámi. Á róluvellinum kynnist hún hinum fjallmyndarlega Brad, heimavinnandi húsbónda, sem hefur ekki döngun í sér til að ljúka lögmannsprófi og er undir hæl framagjarnrar eiginkonu (Jennifer Connely). Yfir tilveru þessa fólks vomir svo ógn í gervi Ronnies (Jackie Earle Haley). Perverts sem hefur gert sig sekan um að bera sig fyrir framan börn. Hann er nýkominn úr fangelsi og flytur inn til aldraðrar móður sinnar í rólegu hverfinu en tilkoma hans sáir fræjum ótta og efasemda í hjörtu foreldranna sem stunda rólóinn með börnum sínum.

Styrkur þessarar litlu úthverfasögu er ekki síst fólginn í því að hana má sprengja út í stærri víddir og í raun stendur þessi litli heimur sem hverfist um einn róluvöll fyrir heiminn eins og hann leggur sig. Firrta og sjúka veröld sem er byggð fólki sem er fórnarlömb eigin fordóma, vanmáttar, örvæntingar og ráðaleysis. Áhrifamáttur Little Children er fólginn í því að myndin er að einhverju leyti um okkur öll og á því skilyrðislaust erindi við samtímann. Djarfur leikur en áhrifaríkur gerir myndinna erfiða á að horfa um leið og hún minnir harkalega á að barnaníð er mein sem ekki verður upprætt með upphrópunum, múgæsingu og ofbeldi.

Öflugir leikarar undir yfirvegaðri stjórn Fields reka síðan smiðshöggið á þessa eftirminnilegu mynd en þar fara þau fremst í flokki Winslet og Haley sem bæði uppskáru Óskarstilnefningu fyrir frammistöðu sína.

Leikstjóri: Todd Field
Handrit: Todd Field, Tom Perrotta
Leikarar: Kate Winslet, Jennifer Connelly, Patrick Wilson, Jackie Earle HaleySvarthöfði 2011-2013 - Allur réttur áskilinn | svarthofdi (hjá) svarthofdi.is | Um Svarthöfða