A PHP Error was encountered

Severity: Notice

Message: Only variable references should be returned by reference

Filename: core/Common.php

Line Number: 257

Max Payne 3 | Kvikmyndavefurinn Svarthöfði

Playstation 3: Max Payne 3 (2012)

31. maí '12 14:45 Max Payne 3

„Væntingarnar til Max Payne 3 voru svo sannalega miklar og leikurinn stendur alveg undir þeim...“

Eftir að hafa flúið glæpagengi í New York, reynir útbrunna fyrrverandi löggan Max Payne að fóta sig sem lífvörður í Brasilíu. Fjölskyldan sem honum ber að gæta er ekki sú vinsælasta meðal krimma landsins og Payne á í fullu fangi með að halda þeim á lífi og bjarga frá ræningjum og öðrum skúrkum.

Max Payne snýr aftur eftir níu ára fjarveru í þriðja innslaginu í þessum ágæta tölvuleikjabálki. Forveri hans, The Fall of Max Payne, var einhver besti leikur ársins 2003 og er hátt skrifaður meðal spilara yfir bestu leiki liðins áratugar. Leikjaframleiðandanum Remedy tókst að skapa einstakan leik með Max Payne árið 2001 og í samstarfi við Rockstar voru spilurum færðir ennþá betri leikur með The Fall of Max Payne árið 2003.

Fyrri leikirnir einkenndust af nútíma noir-fíling og nú er umhverfið flutt frá rökkurborginni New York til glæpaborgarinnar Sao Paulo í Brasilíu. Sem fyrr er hér um meginstraums hasarleik að ræða en í stað teiknaðra atriða sem keyrðu söguna áfram á milli staða er nú notast við tölvugerð atriði sem slíta spilunina enn frekar í sundur og verða þreytandi þegar líða tekur á leikinn.

Fortíð Paynes spilaði stóran hluta í fyrri leikjum en þunglyndi hans og sjálfseyðinarkvöt vega ekki jafn þungt í Max Payne 3. Sami hefndarfílingurinn er ríkjandi en það vantar samt eitthvað uppá. Hasarinn er sá sami og áður og alltaf er jafn gaman að hoppa og staðna í loftinu í bullet-time og byssurnar tæmdar á ótínda glæpamenn. Stíll leiksins minnir dálítið á blöndu af leikstjórnarstíl Michael Mann og Michael Bay. Eins ótrúlegt og það nú er.

Væntingarnar til Max Payne 3 voru svo sannalega miklar og leikurinn stendur alveg undir þeim, en þegar hugsað er til baka þá væri undirritaður frekar til í að spila Payne í gamla leddaranum með blettatígur-bindið í New York í noir-fíling en að baða sig í sólinni í Brasilíu.

Leikstjóri:
Handrit:
Leikarar:Svarthöfði 2011-2013 - Allur réttur áskilinn | svarthofdi (hjá) svarthofdi.is | Um Svarthöfða