A PHP Error was encountered

Severity: Notice

Message: Only variable references should be returned by reference

Filename: core/Common.php

Line Number: 257

Presumed Innocent | Kvikmyndavefurinn Svarthöfði

Úr bunkanum: Presumed Innocent (1990)

4. nóvember '11 00:00 Presumed Innocent

„...af þessum fjölda dómstólamynda sem ég hef séð, þá er hún mjög ofarlega á listanum yfir þær allra bestu.“

Réttarhaldamyndir hafa lengi vel verið í miklu uppáhaldi hjá mér. Allt frá því hvernig atburðarásin afhjúpast hægt og bítandi fyrir áhorfendum, yfir í það hvernig hægt er að gera frásögn eða samtöl magnþrungin af spennu. Margar af þessum myndum geta verið eins og góður Columbo-þáttur þar sem áhorfandinn veit hver morðinginn er og sögunni einfaldlega lýkur með því að þorparinn fær það sem hann á skilið. Aðrar myndir geta verið settar þannig upp að áhorfendur skilja hvorki upp né niður í hvar persónurnar standa eða hvert þær eru að fara.

Hinn frábæri Alan J. Pakula leikstýrir Presumed Innocent sem er byggð á samnefndri bók eftir Scott Turow. Bókin hefur átt að hafa valdið fjaðrafoki á sínum tíma og fljótlega eftir að það spurðist út að myndin væri í vinnslu, þá biðu aðdáendur spenntir eftir annarri niðurstöðu en þeirri sem boðið var upp á í bókinni. Svo var ekki. Ég er einmitt sú týpa sem vill frekar horfa á myndina en að lesa bókina, svo ég er mjög sáttur með þessar ákvörðun hjá Pakula.

Í byrjun myndarinnar eru áhorfendur ávarpaðir af persónu Harrison Fords, Rusty Sabich, meðan myndavélin flýgur um dómssal og endar á að sýna tóm sæti kviðdómsins. Áhorfendum er gert ljóst mikilvægi kviðdóms í dómsmálum og með þessum orðum og myndmáli hafa áhorfendur verið valdir í kviðdóm.

Leikarahópur myndarinnar er ekki af verri endanum; Ford, Brian Dennehy, John Spencer, Bonnie Bedelia og að lokum, Raul Julia heitinn. Ford sýnir án efa sinn besta leik á ferilnum sem lögfræðingurinn Rusty Sabich sem er hafður á rangri sök, eða svo virðist í það minnsta vera. Ford, sem er frekar einhliða leikari, sýnir nýja takta og sýnir magnaða frammistöðu. Ekki eru síðri Bedelia sem eiginkonan sem þarf að sæta aðgerðir eiginmanns síns, og Julia sem helsti andstæðingur Rustys og nú lögfræðingur hans. Áleitin tónlist Johns Williams er einnig í stóru hlutverki og skapar rafmagnaða stemmingu.

Á sínum tíma þótti Presumed Innocent ekki vera neitt meistaraverk, en af þessum fjölda dómstólamynda sem ég hef séð, þá er hún mjög ofarlega á listanum yfir þær allra bestu. Frá byrjun myndarinnar til enda eru áhorfendur stöðugt að skipta um skoðun á því hver morðinginn sé, slíkt tekst ekki í mörgum myndum þannig að þegar slíkt heppnast ber að lofa það í hástert. 

Leikstjóri: Alan J. Pakula
Handrit: Alan J. Pakula og Frank Pierson eftir bók Scott Turow
Leikarar: Harrison Ford, Raul Julia, Brian Dennehy, Bonnie Bedelia, John SpencerSvarthöfði 2011-2013 - Allur réttur áskilinn | svarthofdi (hjá) svarthofdi.is | Um Svarthöfða