A PHP Error was encountered

Severity: Notice

Message: Only variable references should be returned by reference

Filename: core/Common.php

Line Number: 257

Rise of the Guardians | Kvikmyndavefurinn Svarthöfði

Í bíó: Rise of the Guardians (2012)

11. desember '12 11:47 Rise of the Guardians

„Útlit Rise of the Guardians er óaðfinnanlegt en vankantar í frásagnarmátanum draga heildina niður.“

Páskakanínan, Jólasveinninn, Tannálfurinn, Óli lokbrá og Kuldaboli snúa bökum saman þegar Ótti lætur til skarar skríða og ætlar að fá börn til þess að hætta trúa á goðsagnapersónurnar.

Rise of the Guardians eða Goðsagnirnar fimm er byggð á samnefndri barnabók William Joyce. Hér er búið að taka misþekktar goðsagnapersónur og henda þeim í einn graut svo úr verður teymi að hætti The Avengers. Tölvuteikningin í myndinni er hreint augnakonfekt en þær eru ögn óhefðbundari en þekkist frá framleiðandanum, DreamWorks Animation, eða keppinautnum Pixar.

Einvala lið leikara ljær hinum sígildu persónunum rödd sína; Alec Baldwin er Jólasveinninn, Chris Pine talar fyrir Kuldabola eða Jack Frost, Hugh Jackman er Páskakanínan, Isla Fisher túlkar Tannálfinn og Jude Law er Ótti. Baldwin stelur alveg senunni sem rússnenskur Jóli og fast á hæla hans kemur Jackman sem Páskakanínan.

Útlit Rise of the Guardians er óaðfinnanlegt en vankantar í frásagnarmátanum draga heildina niður. Þrátt fyrir þónokkur fyndin uppátæki með minni persónum og skrautlega persónusköpun þá vantar allt púður í aðalpersónuna og myndin verður fyrir vikið stefnulaus. Boðskapurinn í myndinni er sannur og góður, að láta ekki deigan síga og gefast ekki upp.

Leikstjóri: Peter Ramsey
Handrit: David Lindsay-Abaire, William Joyce
Leikarar: Chris Pine, Alec Baldwin, Jude Law, Isla Fisher, Hugh Jackman, Dakota GoyoSvarthöfði 2011-2013 - Allur réttur áskilinn | svarthofdi (hjá) svarthofdi.is | Um Svarthöfða