A PHP Error was encountered

Severity: Notice

Message: Only variable references should be returned by reference

Filename: core/Common.php

Line Number: 257

Sherlock Holmes | Kvikmyndavefurinn Svarthöfði

Úr bunkanum: Sherlock Holmes (2009)

29. desember '11 17:06 Sherlock Holmes

„Ritchie hristir vel upp í þessu öllu saman og í meðförum Downey er Holmes óttalegur galgopi, kaldhæðinn og snjall en fyrir vikið nokkuð mannlegri en Sherlock hefur verið hingað til.“

Önnur Sherlock Holmes-myndin A Game of Shadows í leikstjórn Guy Richie er frumsýnd á Íslandi á morgun og því kjörið að rifja aðeins upp fyrri myndina frá árinu 2009 þegar Richie kynnti poppaða nálgun á þessa fornfrægu sögupersónu í tilþrifamikilli túlkun Roberts Downey Jr.

Skoski rithöfundurinn Sir Arthur Conan Doyle kynnti meistaraspæjarann Sherlock Holmes til leiks fyrir rúmlega 120 árum og Holmes hefur látið til sín taka með reglulegu millibili bæði í kvikmyndum og sjónvarpi alla síðustu öld og fjöldi leikara hefur túlkað þennan ofurglögga og útsjónasama glæpamannahrelli.

Hér er það hinn óhemju sjarmerandi og skemmtilegi leikari Robert Downey Jr. sem nálgast Holmes úr allt annarri átt en forverarnir og býður upp á Holmes sem við höfum aldrei séð áður í galsafenginni útgáfu leikstjórans Guy Ritchie sem er svo fersk og hressileg að fastlega má búast við því að nýjar kynslóðir muni taka Sherlock fagnandi og að hann muni lifa góðu lífi á hvíta tjaldinu á öndverðri 21. öld.

Ritchie hristir vel upp í þessu öllu saman og í meðförum Downey er Holmes óttalegur galgopi, kaldhæðinn og snjall en fyrir vikið nokkuð mannlegri en Sherlock hefur verið hingað til. Leikstjórinn og aðalleikararnir byggja samt á gömlum grunni og öllum helstu og skemmtilegustu persónueinkennum Holmes er haldið til haga. Hann er til dæmis enn snillingur í að dulbúast, frábær hnefaleikari og sekkur enn þá í djúpt þunglyndi þegar hann fær ekki krefjandi og flókin mál til þess að glíma við.

Sherlock Holmes er sannkölluð stórmynd þar sem ekkert er til sparað í tæknibrellum og mögnuðum hasaratriðum og Ritchie hefur í það heila tekist býsna vel að poppa þennan fornfræga einkaspæjara upp þannig að myndin er í takt við nýja tíma þótt viðfangsefnið sé orðið nokkuð gamalt. Samt er eitthvert smá tómahljóð í þessu glæsilega sjónarspili þannig að einhvern herslumun vantar upp á að þessi nýji Holmes heilli mann upp úr skónum þótt myndin sé spennandi og haldi dampi allt til enda.

 

Leikstjóri: Guy Ritchie
Handrit: Michael Robert Johnson, Anthony Peckham, Simon Kinberg, Lionel Wigram, Arthur Conan Doyle
Leikarar: Robert Downey Jr., Jude Law, Mark StrongSvarthöfði 2011-2013 - Allur réttur áskilinn | svarthofdi (hjá) svarthofdi.is | Um Svarthöfða