A PHP Error was encountered

Severity: Notice

Message: Only variable references should be returned by reference

Filename: core/Common.php

Line Number: 257

Surviving Christmas | Kvikmyndavefurinn Svarthöfði

Úr bunkanum: Surviving Christmas (2004)

6. desember '12 11:14 Surviving Christmas

„Surviving Christmas á fullt erindi á jólaruslahauginum ásamt Christmas With the Kranks, Deck the Hall og Christmas Vacation 2: Cousin Eddie's Island Adventure. Svo vond er hún.“

Eftir sambandsslit leitar Drew róta sinna og heimsækir æskuheimili sitt. Þegar þangað er komið fær hann ansi kaldar viðtökur hjá húseigendum en hann lætur ekki segjast og býður þeim nokkrar milljónir fyrir að þykjast vera fjölskyldan sín. Allt til þess að hann upplifi fullkomin jól í faðmi „fjölskyldunnar".

Söguþráður Surviving Christmas hljómar ekkert svo galinn og á pappír virkar hann furðuvel en látist ekki blekkjast. Myndin er jólasleðaslys. Þrátt fyrir þokkalega leikara og allt það þá eru handritið, leikstjórnin og leikurinn hrein hörmung.

Mér er hulin ráðgáta hvernig hægt var að smala saman jafn mörgum leiðinlegum, sjálfhverfum og fráhrindandi persónum í einu handriti. Ben Affleck leikur Drew sem svo sjálfhverfur asni að það nær ekki nokkurri átt. Og fjölskyldan sem hann leitar til er litlu skárri. Í einu atriði er Drew laminn með skóflu í hnakkann og þar vantaði einungis lófaklapp til þess að fullkoma atriðið.

Affleck er hreint og beint hræðilegur sem fíflið Drew. Það er eitt að leika sjálfumglatt fífl en að ofleika svona manneskju af jafn mikilli innlifun og Affleck gerir er næstum aðdáunarvert. James Gandolfini virðist koma ferskur frá gerð The Sopranos-þáttanna en dettur inn og út úr persónu sinni sem fjölskyldufaðirinn og stundum má sjá glitta í Tony Soprano.

Ekki er hægt að lofa myndina fyrir neitt annað en hversu stutt hún er en hún er rétt undir níutíu mínútum. Surviving Christmas á fullt erindi á jólaruslahauginum ásamt Christmas With the Kranks, Deck the Halls og Christmas Vacation 2: Cousin Eddie's Island Adventure. Svo vond er hún.

Leikstjóri: Mike Mitchell
Handrit: Deborah Kaplan & Harry Elfont, Jeffrey Ventimilia & Joshua Sternin
Leikarar: Ben Affleck, James Gandolfini, Christina Applegate, Catherine O'Hara, Udo KierSvarthöfði 2011-2013 - Allur réttur áskilinn | svarthofdi (hjá) svarthofdi.is | Um Svarthöfða