A PHP Error was encountered

Severity: Notice

Message: Only variable references should be returned by reference

Filename: core/Common.php

Line Number: 257

Taken | Kvikmyndavefurinn Svarthöfði

DVD: Taken (2008)

31. janúar '12 13:13 Taken

„Neeson er fullkominn í hlutverki grjótharða pabbans sem ætlar að endurheimta dóttur sína úr klóm mannræningja.“

Spennutryllirinn Taken kemur úr framleiðslu Frakkans Luc Besson, sem hefur á innan við áratug orðið framleiðslukóngur í Frakklandi með annan fótinn í þriðjung mynda sem framleiddar eru þar. Auk þess að framleiða þessa er Besson annar handritshöfundur myndarinnar á móti Robert Mark Kamen, sem m.a. skrifaði Transporter- og The Karate Kid-myndirnar. Pierre Morel er við stjórnvölinn en hann leikstýrði District B13 í framleiðslu Bessons.


Taken fjallar um Bryan Mills sem fer til Frakklands til að endurheimta dóttur sína úr klóm mannræningja. Mills komst í samband við ræningja dóttur sinnar og gaf þeim séns á að láta hana af hendi ella myndi hann leita þá uppi, sækja dóttur sína og drepa þá. Ég hef alltaf verið mjög hrifinn af hefndarmyndum. Allt frá Marvin Lee-myndinni Point Blank, Bronson-myndarinnar Death Wish til Payback með Mel Gibson. Flestallar hefndarmyndir sem koma í dag fara snemma útaf laginu og verða bitlausar þegar að endanum er komið. Besson og Kamen tapa sér aldrei í einhverri vellu og volæði í Taken og vita upp á hár hvernig góð hefndarmynd á að vera uppbyggð. Þeir félagar taka sér nægan tíma í að byggja upp söguna í kringum Mills og um leið og dóttir hans er numin á brott hefst stanslaus hasar.
 

Liam Neeson er frábær í hlutverki Mills og passar einstaklega vel í það, enda hefur hann ekki beinlínis verið að leika þessa dæmigerða harðjaxla sem Bruce Willis og Jason Statham hafa leikið. Frakkinn Xander Berkeley er góður í hlutverki yfirmanns innan frönsku lögreglunnar. Ef það er eitthvað hægt að setja út á leikarahóp myndarinnar er það Maggie Grace, sem leikur dóttur Mills.


Taken kom mér í opna skjöldu af því Besson hefur ekki beinlínis verið í essinu sínu síðastliðin ár, með Transporter-myndirnar og hvað þá Taxi-myndirnar. Neeson er fullkominn í hlutverki grjótharða pabbans sem ætlar að endurheimta dóttur sína úr klóm mannræningja. Taken er hreint út sagt þrælgóð spennumynd.

Leikstjóri: Pierre Morel
Handrit: Luc Besson, Robert Mark Kamen
Leikarar: Liam Neeson, Maggie Grace, Famke Janssen og Xander BerkleySvarthöfði 2011-2013 - Allur réttur áskilinn | svarthofdi (hjá) svarthofdi.is | Um Svarthöfða