A PHP Error was encountered

Severity: Notice

Message: Only variable references should be returned by reference

Filename: core/Common.php

Line Number: 257

The Croods | Kvikmyndavefurinn Svarthöfði

Í bíó: The Croods (2013)

28. mars '13 19:02 The Croods

„The Croods er litrík og skemmtileg fjölskyldumynd með hjartað á réttum stað. Aðstandendur fá einnig prik í hattinn fyrir að sleppa þvinguðum söngatriðum í myndinni.“

Steinaldarfjölskylda verður heimilislaus þegar hellir hennar fellur saman. Á ferðalagi þeirra í leit að nýju heimili um fjölbreytt landslag upplifa þau nýja og spennandi hluti.

Best væri að lýsa The Croods sem skrautlegri blöndu af Flintstones-fjölskyldunni góðu og Ice Age-myndunum. Fyrrnefndar myndir hafa tröllriðið kvikmyndahúsum síðastliðin ár en hér má finna jákvæðan og góðan boðskap sem hefur verið fjarverand í „hinum" steinaldarmyndunum.

Í The Croods hefur fjölskyldufaðirinn haldið aftur af fjölskyldunni með ótta, reglum og bönnum og telur hann að með þeim hafi hann haldið fjölskyldunni saman. Í byrjun gengur brösulega að koma sögunni almennilega af stað en um leið og persónurnar brjóta reglurnar og fara að njóta tilvistar sinnar þá fer boltinn að rúlla og fær mannskapurinn að láta ljós sitt skína.

Útlitshönnun Croods-fjölskyldunnar er ábótavant en venst. Aftur á móti liggur sterkasta hlið hönnunarinnar  í gullfallegu landslagi og hinum ýmsu furðudýrum sem bregður fyrir og er útlit þeirra stórskemmtilegt. Leikhópurinn, sem samanstendur af Nicolas Cage, Emmu Stone, Ryan Reynolds, Catherine Keener, Clark Duke og Cloris Leachman, stendur sig með prýði. Cage tekur sig furðuvel út sem áhyggufulli fjölskyldufaðirinn og Leachman stelur senunni sem öldungur fjölskyldunnar.

The Croods er litrík og skemmtileg fjölskyldumynd með hjartað á réttum stað. Aðstandendur fá einnig prik í hattinn fyrir að sleppa þvinguðum söngatriðum í myndinni.

Leikstjóri: Kirk De Micco, Chris Sanders
Handrit: Kirk De Micco, Chris Sanders, John Cleese
Leikarar: Nicolas Cage, Emmu Stone, Ryan Reynolds, Catherine Keener, Clark Duke, Cloris LeachmanSvarthöfði 2011-2013 - Allur réttur áskilinn | svarthofdi (hjá) svarthofdi.is | Um Svarthöfða