A PHP Error was encountered

Severity: Notice

Message: Only variable references should be returned by reference

Filename: core/Common.php

Line Number: 257

The Heat | Kvikmyndavefurinn Svarthöfði

Í bíó: The Heat (2013)

24. júlí '13 11:28 The Heat

„McCarthy og Bullock eru engar Riggs og Murtaugh úr Lethal Weapon en þær gefa klisjukenndum lögguböddísmyndum lit.“

Hrokafullur útsendari Alríkislögreglunnar neyðist til þess að vinna með frjálslegri lögreglukonu í Boston til þess að hafa hendur í hári eiturlyfjabaróns.

The Heat kemur úr smiðju Paul Feig sem leikstýrði gamanmyndinni stórgóðu Bridesmaids sem sló aldeilis í gegn og malaði gull um allan heim. Það kom frekar á óvart þegar Melissa McCarthy, ein brúðarmeyjanna, hlaut tilnefningu fyrir besta aukaleik kvenna í myndinni. Hún var vel að tilnefningunni komin en Óskarsakademían virðulega rýnir yfirleitt ekki í gamanleik og fer hún nú fer með annað aðalhlutverkið í þessari.

The Heat sver sig í ætt við fjölmargar svokallaðar lögguböddísmyndir þar sem tveir ólíkir einstaklingar eru paraðir saman og til þess að geta leyst málin þurfa þeir að leggja ágrenning sinn til hliðar. Lethal Weapon, Beverly Hills Cop og Tango & Cash eru góð dæmi um slíkar myndir.

McCarthy og Sandra Bullock mynda gott teymi í hlutverkum sínum. Samspil þeirra og orðaskipti þeirra eru á köflum sprenghlægileg og þá einkum McCarthy sem nýtur sín vel í hlutverki óheflaðrar og afkáralegrar lögreglukonu sem kallar ekki allt ömmu sína. Atburðarásin er vissulega kostuleg en dregst á langinn undir lokin og fyrir vikið virkar myndin eilítið of löng.

McCarthy og Bullock eru engar Riggs og Murtaugh úr Lethal Weapon en þær gefa klisjukenndum lögguböddísmyndum lit. McCarthy er skilyrðislaust aðalnúmerið og reynist vera potturinn og pannan í teyminu. Það er öruggt að The Heat á eftir slá í gegn hjá fjölda áhorfenda og þá einkum þeim sem fíluðu McCarthy í Bridesmaids.

Leikstjóri: Paul Feig
Handrit: Katie Dippold
Leikarar: Sandra Bullock, Melissa McCarthy, Demian Bichir, Michael Rapaport, Marlon WayansSvarthöfði 2011-2013 - Allur réttur áskilinn | svarthofdi (hjá) svarthofdi.is | Um Svarthöfða