A PHP Error was encountered

Severity: Notice

Message: Only variable references should be returned by reference

Filename: core/Common.php

Line Number: 257

The Informant! | Kvikmyndavefurinn Svarthöfði

DVD: The Informant! (2009)

10. janúar '12 11:41 The Informant!

„...Soderbergh nálgast sannsögulegt viðfangsefni myndarinnar sem grátbroslegt gamandrama og tekst vel til. “

Alríkislögreglan fær Mark Whitacre, rísandi stjörnu innan fyrirtækis sem framleiðir amínósýruna lýsín, til þess að aðstoða við að uppræta samráð innan lýsínsmarkaðarins. Þegar lögreglan fer að vinna nánar með Whitacre, kemst hún að því að hann er ekki allur þar sem hann er séður.

 
The Informant! er leikstýrt af Steven Soderbergh, sem hefur meðal annars gert Traffic og Ocean’s-myndirnar. Soderbergh tekst ávallt að koma mér á óvart með fjölbreytilegum stíl sínum og er The Informant! engin undantekning þar á. Hér nálgast 
hann sannsögulegt viðfangsefni myndarinnar sem grátbroslegt gamandrama og tekst vel til. Handritið er áhugavert og ekki líður langt á milli bráðfyndinna samtala.
 
Matt Damon neglir hlutverk uppljóstrarans Whitacre með prýði. Þrátt fyrir að hann sé djúpt sokkinn í skrifstofupólitík, spillingu og tugi augljósra lögbrota getur maður ekki annað en fundið til með honum. Það skín í gegn að hann vill vel 
en er augljóslega með lausa skrúfu. 
 
Nálgun Soderberghs á efninu og góður leikur Damons gerir Informant! að skemmtilegri og áhugaverðri kvikmynd. Ekki er annað hægt en að brosa yfir því að aðgerðir hins glórulausa Whitacres, í skjóli þess að bæta vinnustað sinn, hafi kostað hundruð fyrirtækja marga milljarða í sektir vegna verðsamráðs og breytt rekstri fyrirtækja um allan heim.

Leikstjóri: Steven Soderbergh
Handrit: Scott Z. Burns, Kurt Eichenwald
Leikarar: Matt Damon, Scott Bakula, Scott AdsitSvarthöfði 2011-2013 - Allur réttur áskilinn | svarthofdi (hjá) svarthofdi.is | Um Svarthöfða