A PHP Error was encountered

Severity: Notice

Message: Only variable references should be returned by reference

Filename: core/Common.php

Line Number: 257

The Kid Stays in the Picture | Kvikmyndavefurinn Svarthöfði

Úr bunkanum: The Kid Stays in the Picture (2002)

25. júní '14 13:30 The Kid Stays in the Picture

„The Kid Stays in the Picture er stórskemmtileg og vel gerð heimildarmynd um þennan áhugaverða brautryðjanda...“

Heimildarmyndin The Kid Stays in the Picture byggir á samnefndu æviágripi leikarans, framleiðandans og glaumgosans Robert Evans.

Evans er flestu kvikmyndaáhugafólki kunnur þar sem hann stýrði kvikmyndaverinu Paramount Pictures á sjötta og sjöunda áratugnum og framleiddi margar af frægustu og bestu kvikmyndum sem runnið hafa undan rifjum fyrirtækisins. Þar má til nefna The Godfather, Love Story, Rosemary's Baby og Chinatown.

Heimildarmyndin er unnin upp úr hljóðbók þar sem gamansöm og litrík frásögn Evans er myndskreytt fyrir áhorfendur með klippum úr kvikmyndum, ljósmyndum og viðtölum við vini Evans og auðvitað hann sjálfan. Sögur af frægum stjörnum þess tíma eru látnar flakka og fer Evans í saumana á því hvernig hann uppgvötaði Roman Polanski, hvernig hann þróaði og stýrði The Godfather frá glötun, hvernig Jack Nicholson bjargaði heimili hans og hvernig stórstjarnan Steve McQueen hafði af honum ástina.

Gamansöm frásögn Evans er kostuleg þar sem hann bregður sér í fjölda hlutverka og þótt stiklað sé á stóru á köflum breytir það engu. The Kid Stays in the Picture er stórskemmtileg og vel gerð heimildarmynd um þennan áhugaverða brautryðjanda því frægð og ris Evans er lyginni líkust og má hið sama segja um fyrirsjáanlegt fall þessa metnaðarfulla manns.

Leikstjóri: Nanette Burstein, Brett Morgen
Handrit: Brett Morgen, Robert Evans
Leikarar: Robert EvansSvarthöfði 2011-2013 - Allur réttur áskilinn | svarthofdi (hjá) svarthofdi.is | Um Svarthöfða