A PHP Error was encountered

Severity: Notice

Message: Only variable references should be returned by reference

Filename: core/Common.php

Line Number: 257

The Numbers Station | Kvikmyndavefurinn Svarthöfði

Í bíó: The Numbers Station (2013)

11. maí '13 13:58 The Numbers Station

„Cusack hefur séð betri daga og er The Numbers Station í besta falli sæmileg sem beint á DVD-mynd en lítið meira en það.“

Leigumorðingi á vegum ríksins er orðinn þreyttur á starfinu og er útvegað starf sem öryggisvörður í útibúi deildarinnar í Englandi. Hópur málaliða gerir sig líklegan til þess að ryðjast þar inn og það kemur í hlut öryggisvarðarins að koma í veg fyrir þau áform.

Í byrjun myndarinnar er áhorfendum sagt frá háþróuðu talnakerfi sem ríkið notar í leynilegum aðgerðum og leigumorðingjum sem starfa eftir fyrirmælum sem berast í sudoku-þrautum útfrá kerfinu. Allt rosalega dularfullt og háleynilegt, eða þannig. Fljótlega kemur í ljós að kerfið sem notast er við er nánast óskiljanlegt en mikið púður er sett í að útskýra fyrir áhorfendum hvernig þetta allt virkar og mistekst hrapallega.

Söguþráðurinn með öryggisvörðinn, sem reynir að verja útibúið, í forgrunni er ekkert svo galinn en kemst aldrei almennilega á flug. Of miklum tíma er eytt í fjölda endurlita sem sýna hvað átti að hafa gerst hjá málaliðunum og tengja þá við söguna. Áhorfendur eru reglulega minntir á hversu sakbitinn öryggisvörðurinn er vegna gamla starfsins sem leigumorðingi sem var afgreitt í byrjun myndarinnar. Restin af myndinni er á sama róli og er einmitt álíka spennandi og sudoku-þraut. Undir lokin þegar útlit er fyrir að allt verði sett í fimmta gír þá gerist ekkert og myndin lullast áfram eins og áður.

John Cusack virðist hálf áhugalaus í hlutverki öryggisvarðarins og allt líf vantar í persónuna. Cusack er iðjulega góður en er hálf þreyttur í þessari. Malin Akerman leikur dulkóðara í útibúinu sem Cusack er falið að verja og hefur úr litlu að moða.

Okkar eigin Óttar Guðnason sér um kvikmyndatökuna en dugir ekki þess að bjarga henni frá því að vera jafn litlaus og raun ber vitni. Cusack hefur séð betri daga og er The Numbers Station í besta falli sæmileg sem beint á DVD-mynd en lítið meira en það.

Leikstjóri: Kasper Barfoed
Handrit: F. Scott Frazier
Leikarar: John Cusack, Malin Akerman, Hannah MurraySvarthöfði 2011-2013 - Allur réttur áskilinn | svarthofdi (hjá) svarthofdi.is | Um Svarthöfða