A PHP Error was encountered

Severity: Notice

Message: Only variable references should be returned by reference

Filename: core/Common.php

Line Number: 257

The Running Man | Kvikmyndavefurinn Svarthöfði

DVD: The Running Man (1987)

9. desember '11 15:43 The Running Man

„Samfélagsrýni myndarinnar dregur skýrt fram hversu mörkin milli skemmtunnar og raunveruleika geta verið óljós...“

The Running Man hefur ávallt verið mér ofarlega í huga þegar ég hef ætlað að kíkja á gamla Arnold Schwarzenegger ræmu og þá sérstaklega vegna þess að myndin er byggð á bók eftir engan annan en Stephen King. Og Arnold og King eru alls ekki svo galin blanda.

Í framtíðinni (nánar tiltekið árið 2019) eru matur og olía af skornum skammti. Frelsi og sjálfstæði heyrir sögunni til. Líf fólks stjórnast af sjónvarpi og þá sérstaklega sjónvarpsþættinum The Running Man. Í þættunum berjast karlar og konur fyrir lífi sínu áhorfandanum til ánægju og ungir sem aldnir skemmta sér konunglega yfir þeim ógöngum og hremmingum sem „keppendur“ lenda í, hundeltir af grjóthörðum morðingjum.

Þegar Ben Richards er dæmdur fyrir glæp, sem hann framdi ekki, neyðist hann til þess að taka þátt í þættinum. En þar sem Arnold leikur Ben þá eru lífslíkur hans umtalsvert meiri en annarra keppenda. Áhorfendur fá því mikið fyrir sinn snúð og morðingjarnir þurfa heldur betur að hafa fyrir vinnunni sinni.

Með þróun raunveruleikaþátta í gegnum árin, einna helst vissir þættir í Survivor og Fear Factor í þessu samhengi, er áhugavert að velta fyrir sér snjallri framtíðarsýn King um að öfgar í sjónvarpi gætu gengið svo langt að sjónvarpið breytist í raun í hringleikahús á gullaldartíma Rómar. Samfélagsrýni myndarinnar dregur skýrt fram hversu mörkin milli skemmtunnar og raunveruleika geta verið óljós og er sérlega áhugaverð í ljósi þess hvernig fólk leyfir sjónvarpinu og fréttaflutningi að gleypa sig með húð og hári.

Sjónvarpið hefur einhvern veginn þurrkað út aðgreiningu sannleikans og tilbúnings þannig að almenningur veit ekki lengur hvað snýr upp eða niður. Gott dæmi um þetta er hvernig herinn og fjölmiðlar blekktu Bandaríkjamenn á árunum 1990 - 1991 í Perslaflóastríðinu. Nokkrum árum eftir að The Running Man kom í bíó.

Nú eru liðin ein tuttugu og fimm ár síðan myndin leit fyrst dagsins ljós og þrátt fyrir að hugmyndafræði myndarinnar standi tímans tönn er ekki hægt að segja það sama um útlit hennar og enn síður tónlistina eftir Harold Faltermeyer. Arnold er hins vegar algjörlega í essinu sínu í myndinni; með útlitið á hreinu, hnyttinn og með réttar setning á réttum stöðum. Það er magnað hversu fáir hafa náð að feta í fótspor kappans á síðustu árum og hann er enn þann dag í dag konungur vöðvatrölla kvikmyndana.

Leikstjóri: Paul Michael Glaser
Handrit: Steven E. de Souza eftir sögu Stephen King
Leikarar: Arnold Schwarzenegger, Maria Conchita Alonso, Yaphet Kotto, Jesse Ventura, Jim BrownSvarthöfði 2011-2013 - Allur réttur áskilinn | svarthofdi (hjá) svarthofdi.is | Um Svarthöfða