A PHP Error was encountered

Severity: Notice

Message: Only variable references should be returned by reference

Filename: core/Common.php

Line Number: 257

Tucker & Dale vs. Evil | Kvikmyndavefurinn Svarthöfði

Í bíó: Tucker & Dale vs. Evil (2010)

13. nóvember '11 00:00 Tucker & Dale vs. Evil

„Eftir að unglingahrollvekjur hafa tröllriðið kvikmyndahúsum landsins í mörg ár er Tucker & Dale vs. Evil kærkomin tilbreyting...“

Hópur unglinga ætlar eiga góða helgi með útilegu úti í sveit. Á vegi þeirra verða tveir sveitaskarfar (e. rednecks) sem eru á leiðinni í sumarbústaðinn sinn. Unglingarnir halda að hér séu á ferðinni urkynjaðir sveitalubbar sem ætli að slátra þeim eins og sveitalubbar virðast hafa tilhneigingu til. Þessi stóri misskilningur vindur svo upp á sig þótt sveitalubbarnir tveir séu miklir ljúflingar þrátt fyrir útlitið.

 

Í Tucker & Dale vs. Evil hafa allar klisjur unglingahrollvekja síðastliðina ára verið teknar og soðnar saman í góða gamanhrollvekju. Hugmyndin er frábær og er útkoman mjög skemmtileg. Gert er grín að þekktum hrollvekjum á borð við Texas Chainsaw Massacre, Scream og að meira að segja spennumyndin Deliverance fær sinn skammt. Undir miðbik myndarinnar koma brandarnir á færibandi og vitleysan er mjög skemmtileg. Seinni helmingurinn hallar sér meira að hrollvekjunni og þá fer myndin út af sporinu. Bröndurunum fer fækkandi og myndin fer að taka sig full alvarlega.
 

Tvíeykið Alan Tudyk og Tyler Labine eru hreint út sagt frábærir í hlutverkum Tucker og Dale. Náungakærleikur þeirra, bræðraást og hjálpssemi þekkja engin takmörk og varla er hægt að hugsa sér betri dúett. Krakkarnir sem leika á móti þeim eru lítið annað en hefðbundið hrollvekjumorðingjafóður sem tapar glórunni og hleypur um eins og bjánar.


Eftir að unglingahrollvekjur hafa tröllriðið kvikmyndahúsum landsins í mörg ár er Tucker & Dale vs. Evil kærkomin tilbreyting sem sver sig í ætt við Shaun of the Dead og hlakka ég til að sjá áframhaldandi ævintýri þeirra félaga.

Leikstjóri: Eli Craig
Handrit: Eli Craig og Morgan Jurgenson
Leikarar: Tyler Labine, Alan Tudyk og Katrina BowdenSvarthöfði 2011-2013 - Allur réttur áskilinn | svarthofdi (hjá) svarthofdi.is | Um Svarthöfða