A PHP Error was encountered

Severity: Notice

Message: Only variable references should be returned by reference

Filename: core/Common.php

Line Number: 257

Unstoppable | Kvikmyndavefurinn Svarthöfði

Blu-ray: Unstoppable (2010)

2. maí '13 11:51 Unstoppable

„Það er merkilegt að eftir þrjú áhorf á jafn mörgum árum hjá undirrituðum þá þreytist Unstoppable nákvæmlega ekki neitt.“

Leikstjórinn með rauðu derhúfuna flýtti fyrir sér á síðasta ári. Tony Scott var fyrsta flokks hasarleikstjóri og hefur stíll hans markað, á einn eða annan máta, megnið af þeim spennumyndum sem við sjáum í dag. Engu breytti þótt að hann væri að nálgast sjötugt og hann dældi út myndum og lét engan bilbug á sér finna í hasardeildinni. Myndir eins og Top Gun, Man on Fire, Crimson Tide og True Romance eru meðal bestu mynda leikstjórans.

Kvikmyndin Unstoppable frá 2010 er svanasöngur Scotts og eftir þriðja áhorf reynist hún jafn spennandi og áður. Scott vinnur í myndinni í fimmta skipti með Denzel Washington á fimmtán árum en Washington lék meðal annars undir stjórn Scotts í Man on Fire.

Scott er þekktur fyrir sinn hraða stíl, bæði í myndatöku og klippingu, sem á seinni árum hefur verið kenndur við MTV-sjónvarstöðina eða svokölluð MTV-klipping. Stíll Scotts fer viðfangsefninu vel og rígheldur myndin allan tímann. Hraðinn og hávaðinn dynur á áhorfendum og er Scott þar í essinu sínu.

Söguþráðurinn eða að minnstakosti atburðarásin í Unstoppable er sannsöguleg. Tveir lestarmenn ætla að stöðva stjórnlausa lest sem ferðast á ógnarhraða með stórhættuleg efni innanborðs og stefnir á borg. Washington og Chris Pine eru traustir í hlutverkum sínum sem óeigingjörnu lestarmennirnir góðu.

Unstoppable er vissulega spennumynd en ef dýpra er grafið þá er hún stórslysamynd af besta toga. Það er merkilegt að eftir þrjú áhorf á jafn mörgum árum hjá undirrituðum þá þreytist Unstoppable nákvæmlega ekki neitt. Scott kunni að gera þær góðar og það er ekki annað hægt að segja en maður eigi eftir að sakna vindlareykjandi leikstjórans með rauðu derhúfuna.

Leikstjóri: Tony Scott
Handrit: Mark Bomback
Leikarar: Denzel Washington, Chris Pine, Rosario Dawson, Ethan Suplee, Kevin Dunn, T.J. MillerSvarthöfði 2011-2013 - Allur réttur áskilinn | svarthofdi (hjá) svarthofdi.is | Um Svarthöfða