A PHP Error was encountered

Severity: Notice

Message: Only variable references should be returned by reference

Filename: core/Common.php

Line Number: 257

Warm Bodies | Kvikmyndavefurinn Svarthöfði

Í bíó: Warm Bodies (2013)

22. febrúar '13 12:20 Warm Bodies

„Viðfangsefnið að sýna uppvakning í tilvistarkreppu er frábær hugmynd út af fyrir sig. Aftur á móti var hugmyndabankinn ekki tæmdur og það hefði verið gaman að hafa meira grín með þessum sljóa en hjartastóra uppvakningi.“

Uppvakningurinn R er meðvitaður um ástand sitt og þykir ekki mikið til þess koma. Milli þess að draga lappirnar eftir götunum í leit að mat og heilsa vinum sínum með urri hefur þetta fábrotna líf ekki mikið upp á að bjóða. Það er ekki fyrr en hann fellur kylliflatur fyrir hinni lífsglöðu Julie og étur kærastann hennar að hann gerir sér grein fyrir að það er ekki öll von úti.

Á síðastliðnum árum hafa þónokkrar gamanmyndir um uppvakninga skotið upp kollinum þar sem mest hefur borið á Shaun of the Dead, Zombieland og hinni norsku Dead Snow. Warm Bodies er hinsvegar fyrsta rómantíska gamanmyndin um uppvakninga. Enda eru ást ekki heiladauðum líkum ofarlega í huga.

Jonathan Levine leikstýrir og skrifar og tekst honum vel til í gamanmálum líkt og áður í The Wackness og 50/50. Það hefði samt verið kærkomið ef fleiri gamanatriði hefðu ratað í kvikmyndina þar sem fyndnar uppákomur með uppvakningum, og þá sérstaklega takmörkun þeirra, eru nánast endalausar. Fyrrnefndar gamanmyndir benda líka eindregið til þess að uppvakningar séu kjörinn efniviður í gamanmyndir ef rétt fólk er við stjórnvölinn.

Þau Nicholas Hoult og Teresa Palmer leika parið ólíklega og gera það vel. Rob Corddry leikur uppvakningsvin persónunnar R og Dave Franco, bróðir James Franco, fer með rullu kærastans óheppna. Illa er farið með John Malkovich, þann snilldarleikara, í hlutverki yfirmanns hersins í samfélagi mannanna. Malkovich æsir sig og byrstir en það var eitthvað sem var ekki að smella.

Viðfangsefnið að sýna uppvakning í tilvistarkreppu er frábær hugmynd út af fyrir sig. Aftur á móti var hugmyndabankinn ekki tæmdur og það hefði verið gaman að hafa meira grín með þessum sljóa en hjartastóra uppvakningi.

Leikstjóri: Jonathan Levine
Handrit: Jonathan Levine, Isaac Marion
Leikarar: Nicholas Hoult, Teresa Palmer, John Malkovich, Rob Corddy, Dave FrancoSvarthöfði 2011-2013 - Allur réttur áskilinn | svarthofdi (hjá) svarthofdi.is | Um Svarthöfða