A PHP Error was encountered

Severity: Notice

Message: Only variable references should be returned by reference

Filename: core/Common.php

Line Number: 257

Darren Aronofsky hefði leikstýrt Wolverine? | Kvikmyndavefurinn Svarthöfði

Hvað ef... Darren Aronofsky hefði leikstýrt Wolverine?

29. júlí '13 11:37 Darren Aronofsky hefði leikstýrt Wolverine?

Í síðustu viku var ofurhetjumyndin The Wolverine, sem James Mangold leikstýrir, frumsýnd hérlendis. Hugh Jackman endurtekur þar hlutverk Jarfa í fimmta skiptið (sjötta ef örstutt innkoma í gestahlutverki í X-Men: First Class er talin með) og myndin gerist mestmegnis í Japan.

Hugmyndin að baki því að flytja Wolverine til Japan nær aftur til ársins 1982 þegar myndasagan Wolverine eftir Chris Claremont og Frank Miller leit dagsins ljós. Áður en Mangold tók við verkefninu í fyrra ætlaði leikstjórinn Darren Aronofsky að leikstýra myndinni en hann er þekktastur fyrir verðlaunamyndirnar Requiem for a Dream og Black Swan.

Christopher McQuerrie, sem hlaut Óskarsverðlaunin fyrir The Usual Suspects árið 1995, skrifaði handrit Wolverine (ath. ekkert The). Aronofsky er sagður hafa endurskrifað það handrit en hann og Jackman voru búnir að þróa verkefnið í töluverðan tíma áður en leikstjórinn gekk óvænt úr skafinu.

Ástæðan sem gefin var upp var sú að hann gat ekki hugsað sér að vera fjarri fjölskyldu sinni í rúmt ár á meðan tökur stæðu yfir. Spekúlantar vestanhafs þykjast nú hafa séð í gegnum þau orð Aronofskys og telja ástæðuna einfaldlega hafa verið þá að hann fékk ekki að gera myndina nákvæmlega eftir sínu höfði og hafa hana blóðuga með nekt. Slíkt er ávísun á aldurstakmarkið R í Bandaríkjunum en sá stimpill er ekki eftisóknarverður í hugum framleiðenda.

Ekki fer á milli mála að útgáfa Aronofskys á ferð Jarfa um Japan hefði verið mjög áhugaverð en ofurhetjumyndir eru nánast undantekningalaust gerðar með það í huga að þær séu boðlegar tólf ára og eldri. En óneitanlega hefði verið kærkomin tilbreyting að sjá Wolverine höggva höfuð af mönnum og reka þá á hol með klónum. Með tilheyrandi öskrum og blóðsulli.

Svarthöfði gagnrýnir The Wolverine hér.

Fólk fær stundum galnar hugmyndir í Hollywood. Sumar verða að veruleika en aðrar rætast sem betur fer aldrei. Í „Hvað ef...?“, nýjum pistlum hér á Svarthöfða, rifjum við upp ýmsar gamlar delluhugmyndir og veltum fyrir okkur hvernig hefði farið ef þær hefðu komist alla leið í bíó.

Vignir Jón Vignisson


Svarthöfði 2011-2013 - Allur réttur áskilinn | svarthofdi (hjá) svarthofdi.is | Um Svarthöfða