A PHP Error was encountered

Severity: Notice

Message: Only variable references should be returned by reference

Filename: core/Common.php

Line Number: 257

Harrison Ford, Sean Connery og Jim Carrey hefðu leikið í Jurassic Park? | Kvikmyndavefurinn Svarthöfði

Hvað ef... Harrison Ford, Sean Connery og Jim Carrey hefðu leikið í Jurassic Park?

15. mars '14 13:14 Harrison Ford, Sean Connery og Jim Carrey hefðu leikið í Jurassic Park?

Þótt ótrúlegt sé þá átti tímamótamyndin Jurassic Park tuttugu ára afmæli í fyrra og í tilefni þess sneri þessi geysilega vinsæla ævintýramynd aftur í kvikmyndahús og það í þrívídd.

Það er erfitt að sjá fyrir sér aðra leikara í kvikmyndinni en þeir Steven Spielberg og rithöfundurinn Michael Crichton sáu í upphafi allt aðra leikara fyrir sér í hlutverkunum. Á sérstakri viðhafnarsýningu á Raiders of the Lost Ark fyrir nokkrum árum þá uppljóstraði Spielberg því að Harrison Ford var efstur á lista yfir leikara í hlutverk Dr. Alans Grant sem Sam Neill fór með. Ástæðan sem Ford gaf fyrir því að taka ekki hlutverkinu var að hann væri búinn að „klæðast hatti" og þá auðvitað átti hann við Indiana Jones.

Sjálfur James Bond, Sean Connery, var sá fyrsti sem boðið var að leika milljarðamæringinn John Hammond, eigenda Júragarðsins, sem Óskarsverðlaunahafinn Richard Attenborough lék en hann hafði ekki leikið í ein 14 ár. Það það hefði verið dálítið furðulegt að sjá Ford og Connery leika saman aftur, aðeins fjórum árum eftir að þeir fóru mikinn sem Jones-feðgar í hinni æðislegu Indiana Jones and the Last Crusade.

Sá frábæri leikari Jeff Goldblum fór eftirminnilega með hlutverk stærðfræðingsins og ofurtöffarans Dr. Ian Malcolm en Jim Carrey fékk að spreyta sig á hlutverkinu í prufu. Að sögn þess sem sá um leikararáðningu fyrir myndinna, fór Carrey vel með hlutverkið en það hefur greinilega reynst hægara sagt en gert að toppa Goldblum.

Eitt er víst og það er að það er varla hægt að hugsa sér Jurassic Park öðruvísi en einmitt eins og hún er í dag, enda er valinn maður í hverju rúmi og lokaútkoman sú að myndin er án efa ein besta ævintýramynd síðastliðinna 30 ára.

Fólk fær stundum galnar hugmyndir í Hollywood. Sumar verða að veruleika en aðrar rætast sem betur fer aldrei. Í „Hvað ef...?“ rifjar Svarthöfði upp ýmsar gamlar delluhugmyndir og veltir fyrir sér hvernig hefði farið ef þær hefðu komist alla leið í bíó.

Vignir Jón Vignisson


Svarthöfði 2011-2013 - Allur réttur áskilinn | svarthofdi (hjá) svarthofdi.is | Um Svarthöfða