A PHP Error was encountered

Severity: Notice

Message: Only variable references should be returned by reference

Filename: core/Common.php

Line Number: 257

Opnað fyrir óþjappað hljóð á Blu-ray diskum í PS3 | Kvikmyndavefurinn Svarthöfði

Græjaðu: Opnað fyrir óþjappað hljóð á Blu-ray diskum í PS3

19. febrúar '13 11:42 Opnað fyrir óþjappað hljóð á Blu-ray diskum í PS3

Kvikmyndaáhugafólk er margt komið á kaf í Blu-ray mynddiska og hefur Playstation 3 orðið fyrir valinu hjá ansi mörgum sem Blu-ray spilari. Vélin hefur svo sannalega staðið fyrir sínu þrátt fyrir að vera orðin fimm ára gömul. Fæstir þeirra sem eru með græjuna góðu og heimabíókerfi vita að það þarf að stilla PS3 sérstaklega svo að hún skili 100% óþjappaðri (lossless) hljóðrás yfir í magnarann. Hér fyrir neðan fer Svarthöfði í sáraeinföldum skrefum yfir hvernig megi stilla PS3 svo að óþjöppuð hljóðrás hljómi eins og hún á að gera.

Eina leiðin til þess að njóta hljómflutningsgetu Blu-ray diska til hins ýtrasta er að notast við HDMI-kapal milli PS3 og magnarans. Hljóðrásirnar tvær sem búa yfir hámarks hljómflutningsgetu diskanna og eru óþjappaðar eru Dolby TrueHD og DTS-HD MA sem geta flutt allt að 18 Mb á sekúndu (Mbps). Því miður þá les PS3 fyrrnefndar hljóðrásir og þjappar þeim svo að úr verði meðaltal 1.5 Mbps sé ekki búið að stilla vélina rétt. Svona í hnotskurn þá er búið að þjappa óþjöppuðu hljóðrásinni undir formerkjum þess að hljóðrásin sé óþjöppuð.

Besta leiðin til þess að sjá hvað er raunverulega í gangi er að smella á Display-takkann á PS3 og í hægra horninu má sjá hversu mikill hljóðflutningurinn á sekúndu er þá stundina (sjá myndina hér fyrir neðan). Flestir magnarar sýna í upplýsingarglugganum fremst á magnaranum hvaða hljóðrás hann er að notast við hverju sinni. Þrátt fyrir að merkin DTS eða LPCM birtist þýðir það ekki endilega að spilarinn sé að spila hljóðrásirnar óþjappaðar. Sem betur fer er frekar einfalt að stöðva þessa þjöppun sem á sér stað hjá PS3 með þessum leiðbeiningum:

Á valmynd PS3 þarf að velja Settings og síðan Video Settings. Þar má finna stillingu sem heitir BD/DVD Audio Output Format (HDMI) og þar er valið Linear PCM (í stað þess að velja Bitstream). Eftir það á að smella á Settings og þar Sound Settings. Þar er mikilvægt að valið sé að hljóðrásin fari í gegnum HDMI-kapalinn og að það sé opið fyrir allar tegundir hljóðrása.

Flóknara er þetta ekki og að þessu loknu hljómar hljóðrás Blu-ray mynddisksins óþjöppuð í Playstation 3.

Vignir Jón Vignisson


Svarthöfði 2011-2013 - Allur réttur áskilinn | svarthofdi (hjá) svarthofdi.is | Um Svarthöfða