A PHP Error was encountered

Severity: Notice

Message: Only variable references should be returned by reference

Filename: core/Common.php

Line Number: 257

Terrence Malick hefði skrifað Dirty Harry? | Kvikmyndavefurinn Svarthöfði

Hvað ef... Terrence Malick hefði skrifað Dirty Harry?

30. ágúst '13 12:00 Terrence Malick hefði skrifað Dirty Harry?

Svarthöfði er einlægur aðdáandi leikstjórans Terrence Malick og telur hann til fremstu kvikmyndagerðamanna samtímans. Leikstjórinn góði hefur aðeins sent frá sér sex kvikmyndir á einum fjórum áratugum.

Flestir þekkja til seinni mynda leikstjórans á borð við The Tree of Life og The Thin Red Line en hann leikstýrði sinni fyrstu kvikmynd árið 1973, Badlands með Martin Sheen og Sissy Spacek. Badlands vakti mikla lukku en hún var sjálfstæð framleiðsla sem Warner Bros keypti fyrir þrefaldan kostnað myndarinnar.

Áður en Malick leikstýrði Badlands hafði hann skrifað þónokkur handrit og vann samhliða því við að lappa upp á handrit annarra höfunda sem svokallaður „script doctor". Ein þeirra kvikmynda sem hann skrifaði handrit að var engin önnur en Dirty Harry frá árinu 1971. Don Siegel leikstýrði þeirri frábæru mynd með Clint Eastwood en fjöldi manns kom að handritinu á hinum ýmsu stigum. Þar á meðal var John Milius sem skrifaði hina víðfrægu setningu "Do you feel lucky, punk?".

Meginþema mynda Malicks er yfirleitt átök einstaklings við sitt eigið eðli, sakleysi og hvernig við erum öll börn náttúrunnar. Það fer ekkert á milli mála að útgáfa Malicks á hinum skotglaða Dirty Harry hefði verið þónokkuð frábrugðin þeirri sígildu sem áhorfendur þekkja í dag og það hefði verið forvitnilegt að sjá hvernig Malick sá lögreglumanninn Harry Callahan fyrir sér.

Fólk fær stundum galnar hugmyndir í Hollywood. Sumar verða að veruleika en aðrar rætast sem betur fer aldrei. Í „Hvað ef...?“ rifjar Svarthöfði upp ýmsar gamlar delluhugmyndir og veltir fyrir sér hvernig hefði farið ef þær hefðu komist alla leið í bíó.

Vignir Jón Vignisson


Svarthöfði 2011-2013 - Allur réttur áskilinn | svarthofdi (hjá) svarthofdi.is | Um Svarthöfða