A PHP Error was encountered

Severity: Notice

Message: Only variable references should be returned by reference

Filename: core/Common.php

Line Number: 257

Tim Burton hefði leikstýrt Superman? | Kvikmyndavefurinn Svarthöfði

Hvað ef... Tim Burton hefði leikstýrt Superman?

11. janúar '12 11:34 Tim Burton hefði leikstýrt Superman?

Árið 1996 fengu Warner Bros. engan annan en Kevin Smith (já, Kevin Smith) til þess að skrifa handrit að nýrri Superman-mynd sem átti að heita Superman Lives. Smith skilaði fullkláruðu handriti sem sagði frá dauða Supermans og baráttu hans við Lex Luthor og skúrkana Brainiac og Doomsday. Handritið flakkaði milli leikstjóra í Hollywood og að lokum endaði það hjá Tim Burton, en hann hafði á árum áður leikstýrt Batman og Batman Returns fyrir Warner Bros. sem fengu góðar undirtektir, og þá sérstaklega, góða aðsókn.

Burton líkaði handritið og voru Warner Bros. ekki lengi að snara leikstjórinn í að undirbúa tökur fyrir árið 1998. Burton hafði augastað á einhverjum stærsta Superman-aðdáenda draumasmiðjunnar: Nicolas Cage - sem var ekki lengi að slá til, enda á hápunkti feril síns með vinsældum The Rock og Con Air árin á undan.
 
Burton vildi hafa puttana í handriti Smiths og ákvað að það yrði að endurskrifað það með sig, sem leikstjóra, í huga. Burton fékk Wesley Strick í verkið. Smith sárnaði þessi ákvörðun Burtons, en í ljósi þess að Burton hafði þegar skilað Warner Bros. yfir hálfum milljarði dala þá var auðvitað aldrei spurning um hver fengi að ráða ferðinni.
 
Teikningar voru komar, tökustaðir valdir, sviðsmyndin var byggð, búningur var búinn til og leikarar ráðnir en ekkert gerðist. Warner Bros. þótti fyrirhugaður kostnaður myndarinnar, heilar 190 milljónir dala, vera aðeins of há upphæð fyrir myndina og reyndu í tvígang að lækka kostnað hennar með hagræðingu (lesit: róttækar breytingar) í handritinu. Burton sagði sig í kjölfarið frá verkinu og gerði hina ágætu Sleepy Hollow með Johnny Depp.
 
Burton fékk þó 5 milljónir dala fyrir ómakið (svokallaður pay-or-play samningur vestanhafs) og það sama gilti um Cage. Í gegnum árin hafa nokkrir leikarar upplýst að þeir hafi verið í viðræðum eða verið komnir með hlutverk í framleiðslunni: Kevin Spacey var orðaður við Lex Luthor (sem hann leik seinna í Superman Returns), Tim Allen var í samningsviðræðum að taka að sér hlutverk Brainiac, Courteney Cox var sögð hafa hlutverk Lois Lane og Michael Keaton var staðfestur með ónefnt hlutverk.
 
Til margra ára hefur ljósmynd farið manna á milli sem sýnir Cage í búningarprufu og hefur það varpað ljósi á tvo hluti: hversu absúrd hugmyndin er að Burton hafi átt að leikstýra Superman-mynd og hversu kjánalegt það hefði verið að sjá Nicolas Cage með sítt hár í hlutverki Supermans. Núna hefur nokkrar fleiri framleiðslumyndir og búningaprufum lekið á netið. Til þess að sjá framleiðslumyndirnar þarftu að smella hér, en hér fyrir neðan má sjá búningaprufurnar í allri sinni dýrð.
 
Það hefði óneitanlega verið áhugavert að sjá sýn Burtons á ofurhetjuheimi Supermans. Jarðbundin nálgun hans á Batman var hugsanlega það besta við myndirnar hans tvær en hann ætlaði augljóslega ekki að fara sömu leið með Superman Lives.
 
Superman Lives lifir á veraldarvefnum og sýnir einungis smá hluta þeirrar geðveiki sem hefði getað orðið ef Burton hefði fengið sínu framgengt.

 
Fólk fær stundum galnar hugmyndir í Hollywood. Sumar verða að veruleika en aðrar rætast sem betur fer aldrei. Í „Hvað ef...?“, nýjum pistlum hér á Svarthöfða, rifjum við upp ýmsar gamlar delluhugmyndir og veltum fyrir okkur hvernig hefði farið ef þær hefðu komist alla leið í bíó.
Vignir Jón Vignisson


Svarthöfði 2011-2013 - Allur réttur áskilinn | svarthofdi (hjá) svarthofdi.is | Um Svarthöfða