A PHP Error was encountered

Severity: Notice

Message: Only variable references should be returned by reference

Filename: core/Common.php

Line Number: 257

Verstu jólamyndirnar | Kvikmyndavefurinn Svarthöfði

Toppfimm: Verstu jólamyndirnar

13. desember '13 13:01 Verstu jólamyndirnar

Gengur illa að komast í jólastuðið? Gleymdu því að baka, hlusta á jólatónlist eða kaupa gjafir því að eina örugga leiðin til þess að komast í almennilegt jólaskap er að glápa á góða og trausta jólamynd eins og Christmas Vacation, Ref eða Love Actually. Hér fyrir neðan hefur Svarthöfði hins vegar smalað í lista yfir verstu jólamyndirnar sem ber að varast yfir hátíðirnar. Og bara alltaf.
 

5. Santa with Muscles (1996)
Glímukappinn og sjéntílmaðurinn Hulk Hogan leikur viðskotaillan milljarðamæring sem missir minnið og heldur að hann sé jólasveinninn. Í allri hamingjunni grípur hann til aðgerða gegn hópi illmenna sem ætla að loka munaðarleysingjaheimili og lemur alla í klessu. Jólasveinninn hefur aldrei verið massaðri en í þessari súrrealísku og hreinlega slæmu mynd.4. Jack Frost (1998)
Sá mæti leikari Michael Keaton fer með titilhlutverkið í Jack Frost. Jack, sem stendur aldrei við loforð sín, deyr í bílslysi og gengur aftur sem snjókall svo að hann geti bætt upp fyrir hversu lélegur faðir hann var. Hjarta mitt bráðnar við tilhugsunina. Hversu svalt væri að eiga pabba sem væri snjókall. Alveg þangað til á sumrin þegar hann bráðnar.3. Surviving Christmas (2004)
Ríkur, ungur maður býður fjölskyldu einni nokkrar milljónir fyrir að þykjast vera fjölskyldan sín yfir hátíðarnar. Jólaandinn svífur yfir vötnunum í þessari. Myndin er sannkallað jólasleðaslys þrátt fyrir að Ben Affleck og James Gandolfini heitinn fari með aðalhlutverkin. Surviving Christmas á fullt erindi á jólaruslahauginn.2. Jack Frost (1997)
Tvær kvikmyndir á listanum bera nafnið Jack Frost. Önnur þeirra er hræðileg fjölskyldumynd og hin er hræðileg hrollvekja. Sú fyrrnefnda er alls ekki góð og sú síðarnefnda ennþá verri og fær því að fljóta með. Jack Frost hlýtur þann vafasama heiður að vera ósmekklegasta myndin í hópnum þar sem morðóður snjókall gerir sér lítið fyrir og nauðgar konu. Í myndinni gengur raðmorðingi aftur sem snjókall og myrðir alla sem verða á vegi hans.1. Christmas Vacation 2: Cousin Eddie's Island Adventure (2003)
Sjónvarpsmyndin Christmas Vacation 2: Cousin Eddie's Island Adventure er gerð einum 14 árum eftir að upprunalega myndin vann hug og hjörtu áhorfenda um allan heim. Randy Quaid snýr aftur sem Eddie frændi úr hinum Vacation-myndunum og nú er ferðinni heitið til Kyrrahafsins í frí yfir jólin. Þetta hlýtur að vera ein allra ófyndnasta og hallærislegasta gamanmynd sem gerð hefur verið. Ekki nóg með að þetta sé ein versta jólamynd allra tíma þá á hún fullt erindi á lista yfir verstu myndir allra tíma.

Vignir Jón Vignisson


Svarthöfði 2011-2013 - Allur réttur áskilinn | svarthofdi (hjá) svarthofdi.is | Um Svarthöfða