A PHP Error was encountered

Severity: Notice

Message: Only variable references should be returned by reference

Filename: core/Common.php

Line Number: 257

Um Svarthöfða | Kvikmyndavefurinn Svarthöfði

Um Svarthöfða

Upplýsingar um starfsmenn:

Vignir Jón Vignisson

vignir@svarthofdi.is

Sími: 8472006

Vignir stofnaði kvikmyndavefinn Topp5.is við annan mann haustið 2005 og ritstýrði vefnum í rúm fjögur ár en Topp5.is var meðal vinsælustu kvikmyndavefja landsins á sínum tíma. Í framhaldinu gagnrýndi Vignir kvikmyndir fyrir Fréttablaðið í tvö ár en hefur síðastliðin ár starfað sem fréttafulltrúi fyrir ýmis verkefni í íslenskri kvikmyndagerð.

Paul Newman er uppáhaldsleikari hans ásamt George Clooney, sem hefur verið að koma sterkur inn síðastliðin ár. Af leikstjórum er það meistari Martin Scorsese í mestu uppáhaldi.

Uppáhalds kvikmyndir Vignis eru Raiders of the Lost Ark, The Godfather, Goodfellas, Blade Runner, Nobody's Fool, North by Northwest, Jaws og að vitaskuld Star Wars - Episode IV: A New Hope.


Hann er dyggur aðdáandi Tom Cruise.

Þórarinn Þórarinsson

toti@svarthofdi.is

Sími:

Þórarinn var níu ára þegar hann sá Bogart- myndirnar Casablanca, The Maltese Falcon og The Big Sleep í Sjónvarpinu og síðan þá hefur hann legið yfir bíómyndum og reynt að stíga sem minnst inn í raunveruleikann.

Humphrey Bogart er uppáhaldsleikarinn hans en fast á hæla hans koma Mickey Rourke og Steve McQueen. Hryllingsmyndir, film noir og blóðugar spennumyndir eru í mestu uppáhaldi hjá honum auk þess sem hann ber þess augljós merki að hafa verið á besta hugsanlega barnsaldri þegar Star Wars var frumsýnd í Nýja bíói og mun aldrei bíða þess bætur.

Uppáhalds kvikmyndir Þórarins eru Angel Heart, The Big Sleep og Reservoir Dogs.


Hann hatar Tom Cruise.

Ingvar Ómarsson

ingvaro@gmail.com

Vefstjóri

Sími: 6619119

Ingvar sá um hönnun, forritun og tæknilega útfærslu vefsíðunnar. Hann sér einnig um uppfærslur og viðbætur í stöðu vefstjóra.

Svarthöfði 2011-2013 - Allur réttur áskilinn | svarthofdi (hjá) svarthofdi.is | Um Svarthöfða