Winding Refn endurgerir Logan’s Run

Hinn danski Nicolas Winding Refn er um þessar mundir að vinna að endurgerð á vísindaskáldskapnum Logan's Run frá árinu 1976, fyrir Joel Silver. Winding Refn leikstýrði síðast hinni mögnuðu Drive með Ryan Gosling, Carey Mulligan og Albert Brooks í aðalhlutverkunum.

Handritshöfundurinn Andrew Baldwin mun skrifa nýtt uppkast að handritinu en þrátt fyrir að hafa skrifað tvö handrit, The West is Dead og Red Asphalt, sem vöktu athygli vestanhafs hafa þau ekki enn farið í framleiðslu. Áður skrifaði Alex Garland, handritshöfundur 28 Days Later, Sunshine og Beach, uppkast sem vakti mikla athygli og það handrit kveikti kveikti áhuga hjá Winding Refn.

Winding Refn er um þessar mundir að undirbúa tökur á Only God Forgives þar sem hann leikstýrir Gosling og Kristin Scott Thomas í Taílandi. Myndin fjallar um lögreglumann og glæpaforingja sem ætla leysa ágrenning sinn í tælensku boxi.

Áhugavert verður að sjá hvort Drive muni uppskera verðskuldaða athygli á Óskarnum og Golden Globe-verðlaunum en myndin hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda.

Published

Leave a comment

Your email address will not be published. Required fields are marked *