Fjölskyldumyndin ParaNorman er úr smiðju þeirra sömu og gerðu hina frábæru Coraline. Rétt eins og Coraline er þessi mynd gerð í svokallaðri stop-motion en leikstjórar myndarinnar eru Sam Fell og Chris Butler. ParaNorman segir frá strák sem getur talað við þá dauðu og er sá eini sem getur bjargað bænum sínum frá uppvakningum, nornum, draugum og fullorðnum.
Í helstu hlutverkum eru Kodi Smit-McPhee, Tucker Albrizzi, Casey Affleck, John Goodman, Christopher Mintz-Plasse og Anna Kendrick. Áætlað er að frumsýna myndina vestanhafs í ágúst á næsta ári.
Sýnishorn fyrir myndina má sjá hér fyrir neðan.