Cameron Crowe í tökur á nýrri mynd í mars

Leikstjórinn Cameron Crowe uppljóstraði í viðtali við The New York Times að hann telji líklegt að hann fari í tökur á nýrri mynd í mars. Crowe, sem hefur leikstýrt sex myndum á sextán árum, frumsýnir í desember gamanmyndina We Bought a Zoo með þeim Matt Damon, Scarlett Johansson og Thomas Haden Church í aðalhlutverkunum.

Ekki liggur fyrir hvað næsta mynd hans muni fjalla um en Crowe reynir iðulega að halda söguþræði mynda sinna leyndum þar til að kynningarherferð myndanna hefst. Þannig að þeir sem bíða í ofvæni þurfa að bíða ögn lengur.

We Bought a Zoo segir frá fjölskyldu sem flytur í sveitina til þess að opna aftur vanhirtan dýragarð og mynda vináttutengls við starfsmenn garðsins. Til gamans þá er hluti af tónlist myndarinnar eftir Jón Þór Birgisson, eða Jónsa, í Sigur-Rós.

Sýnishorn úr myndinni má sjá hér fyrir neðan.


 

Published

Leave a comment

Your email address will not be published. Required fields are marked *