Bill Paxton í kung-fu fæting

Leikarinn og leikstjórinn Bill Paxton er í viðræðum við Legendary um að leikstýra kvikmynd byggðri á hinum vinsælu sjónvarpsþáttum Kung Fu sem áttu sitt blómaskeið á áttunda áratugnum. Paxton, sem meðal annars hefur leikstýrt Frailty og The Greatest Game Ever Played, er mun þekktari sem leikari en hefur verið að hasla sér völl sem leikstjóri síðastliðin ár. 



David Carradine heitinn lék aðalhlutverkið í þáttunum sem fjölluðu um munk í vestrænum heimi. Munkurinn sækist eftir friði en endar alltaf á því að lúskra á skúrkum og öðrum sem standa í vegi hans. Carradine lést árið 2009 og var á síðari árum einna þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Bill í Kill Bill.



Handritshöfundur Black Swan, John McLauglin, hefur verið ráðinn til þess að skrifa handritið.



Talið er að Legendary vilji hefja framleiðslu á myndinni næsta sumar í Kína.

Published

Leave a comment

Your email address will not be published. Required fields are marked *