Intouchables rúllar yfir Klovn

Franska myndin The Intouchables hefur heldur betur slegið í gegn á Íslandi og um mánaðarmótin náði hún þeim merka áfanga að fara fram úr dönsku Klovn-bíómyndinni en eins og gefur að skilja er engum heglum hent að rúlla yfir þá Casper og Frank, klámhundana og bjánanna sem eru elskaðir og dáðir hér á klakanum.

The Intouchables er þar með orðin næst aðsóknarmesta kvikmyndin sem sýnd hefur verið á Íslandi og er hvorki á ensku né íslensku. Og haldi Frakkarnir sínu striki er ljóst að þeir muni á næstu dögum slá Karla sem hata konur út hvað aðsókn varðar.

Heildartekjur The Intouchables eru komnar í rúmlega 42 milljónir króna en Klovn lauk keppni með  í 41,2 milljónir. Sænski tryllirinn Karlar sem hata konur á enn metið en hún skilaði 43,6 milljónum í miðasölunni.

The Intouchables er sýnd áfram í Háskólabíói, Laugarásbíói og Borgarbíói  á Akureyri. Þess má geta að myndin er sýnd á um það bil klukkutíma fresti alla daga í Háskólabíói til að anna eftirspurn.

 

Published

Leave a comment

Your email address will not be published. Required fields are marked *