Ný kynslóð Draugabana tekur við í Ghostbusters 3

Dan Aykroyd hefur lengi reynt að láta drauminn um þriðju Ghostbusters-myndina verða að veruleika en eins og Svarthöfði hefur ítrekað greint frá hefur allt staðið fast árum saman. Aðallega vegna þvermóðsku Bill Murray sem hefur verið með öllu ófáanlegur til þess að ganga aftur til liðs við gömlu félaga sína í Draugabönunum.

Aykroyd greindi frá því í vor að hann væri endanlega búinn að gefast upp á Murray en hann er þó ekki af baki dottinn og stefnir ótrauður á að hefja framleiðslu á Ghostbusters 3 á næsta ári. Lausnin á Murray-vandanum verður einfaldlega fólgin í því að tefla fram nýrri kynslóð Draugabana.

„Það er dapurlegt en við látum þetta ganga til nýrrar kynslóðar. Ghostbusters 3 getur vel gengið án Bills. Ég hefði viljað hafa hann með okkur í þessu en eins og staðan er bendir ekkert til þess að hann muni koma og við verðum að halda áfram. Það er orðið tímabært að gera þriðju myndina.“

Aykroyd segist ver kominn með frábæran nýjan handritshöfund, allt verði hugsað upp á nýtt og yngra fólk taki við keflinu. „Við erum að vinna í því að gera þetta hárrétt þannig að aðdáendur okkar verði ekki sviknir.“
 

Published

Leave a comment

Your email address will not be published. Required fields are marked *