Cameron kafar ofan í Avatar 2 og 3

James Cameron hefur verið nokkuð duglegur við að tjá sig um fyrirhugaðar Avatar-framhaldsmyndir sínar undanfarið. Hann segist vera að skrifa handrit mynda tvö og þrjú sem aðskildar sögur sem falli inn í þann heim sem hann kynnti í Avatar.

Cameron segist ekki vilja enda í Matrix 2 öngstrætinu og sagan þurfi að fá ákveðinn endi en samt verði að vera til staðar einhver tilfinning fyrir því að ferðalagið muni halda áfram. Cameron segist vera að reyna að feta þessa hárfínu línu.

Cameron er mjög upptekinn af náttúruvernd og mun beina sjónum sínum að háskanum sem lífríki sjávar stafar af mengun, ofveiði og loftslagsbreytingum. Avatar 2 mun því líklega að miklu leyti gerast undir yfirborði sjávar á plánetunni Pandóru.

„Myndin mun ekki öll eiga sér stað neðansjávar heldur er þetta aðeins hluti af umhverfi Pandóru sem við munum fá að kynnast betur,“ segir Cameron. Hann hefur áður lýst því yfir að hann ætli sér að eyða miklum tíma í Avatar og hefur viðrað hugmyndir um fjórðu myndina en sú yrði þá líklega forleikur að fyrstu Avatar-myndinni.

Published

Leave a comment

Your email address will not be published. Required fields are marked *