Universal stefnir á Timecop-endurgerð

Endurvinnslan er í fullum gangi í Hollywood og fá takmörk virðast vera fyrir því hvaða fornfrægu myndir verða fyrir barðinu á endurgerðaróðum framleiðendum. Nú hefur Universal uppi áform um að endurgera spennumyndina Timecop, sem skartaði Jean-Claude Van Damme í aðalhlutverkinu árið 1994.

Timecop er vísindskáldskapur sem byggði á myndasögum frá Dark Horse. Í Timecop lék Van Damme laganna vörð sem vaktaði ólöglegt tímaflakk og þurfti að takast á við gerspilltan stjórnmálamann sem Ron Silver lék en sá notaði tímaferðalög til þess að tryggja frama sinn í pólitíkinni.

Myndin gekk vel að því leyti að hún skilaði góðum hagnaði og fékk þokkalega dóma en í fljótu bragði er ekki neitt að sjá sem kallar beinlínis á endurgerð. Þetta gæti þó gengið upp en ákafir aðdáendur Van Damme þurfa að bíta í það súra epli að belgíska vöðvatröllið er ekki inni í myndinni að þessu sinni.

Published

Leave a comment

Your email address will not be published. Required fields are marked *