Sýnishorn: Gordon-Levitt er klámhundur í Don Jon

Leikarinn Joseph Gordon-Levitt þreytir frumraun sína sem leikstjóri með gamanmyndinni Don Jon sem verður frumsýnd í haust. Hann lætur sér ekki nægja að leikstýra þar sem hann fer einnig með aðalhlutverkið. Sýnishorn úr myndinni má sjá hér fyrir neðan.

Gordon-Levitt leikur Jon Martello sem er lýst sem myndarlegum og heillandi ungum manni sem getur nælt sér í hvaða dömu sem er. Vinir hans kalla hann Don Jon fyrir þennan öfundsverða eiginleika, væntanlega með vísan til hins goðsagnarkennda elskhuga Don Juan. Jon er þó ekki mikið fyrir að draga konur á tálar og kýs frekar að eiga góða kvöldstund með sjálfum sér og klámmynd. Þangað til að hann kynnist draumadísinni og reynist erfitt að vinna sig út úr gömlu rútínunni.

Don Jon var sýnd við góðar viðtökur á Sundance-kvikmyndahátíðinni í janúar og var uppi fótur og fit þegar dreifingaraðilar vestanhafs reyndu að kaupa sýningarréttinn á myndinni á hátíðinni. Í öðrum hlutverkum í myndinni eru Scarlett Johansson, Julianne Moore, Tony Danza og Jeremy Luke.

Don Jon verður frumsýnd vestanhafs 17. október.

 

Published

Leave a comment

Your email address will not be published. Required fields are marked *