Robert Downey Jr. ruddi Terrence Howard úr Iron Man

Leikarinn Terrence Howard hefur verið í bölvuðu basli með sjálfan sig undanfarið og einkalíf hans er í klessu. Þessa dagna beinir hann gremju sinni að Robert Downey Jr. sem hann sakar um að hafa ýtt sér út úr Iron Man-myndaflokknum og haft af honum fé í leiðinni.

Howard lék félaga Tony Stark, James Rhodes, í fyrstu Iron Man-myndinni en síðan tók Don Chedale við og hefur leikið Rhodie í Iron Man 2 og Iron Man 3. Sagan segir að Howard hafi verið lang launahæsti leikarinn í fyrstu myndinni og að hann hafi neitað að taka á sig mikla launalækkun fyrir þá næstu. Þá fylgdi sögunni að hann hefði verið erfiður í samstarfi og með almenn leiðindi á tökustað.

Skýring Howards sjálfs er aftur á móti að öll hans ógæfa í þessum efnum sé Downey að kenna. „Það kom á daginn að manneskjan sem ég hjálpaði að verða Iron Man hirti peninginn sem var ætlaður mér og ýtti mér út úr myndinni,“ kvartaði Howard í nýlegu sjónvarpsviðtali á Bravo TV.

Howard sagðist hafa verið samningsbundinn til þess að leika í þremur Iron Man-myndum en eftir þá fyrstu hafi framleiðendurnir tjáð honum að þeir væri tilbúnir til þess að greiða honum 1/8 af þeirri upphæð sem samið hafði verið um fyrir mynd númer tvö. Enda væru þeir þess fullvissir að næsta mynd myndi ganga vel hvort sem hann yrði í henni eða ekki. Þá sagðist hann hafa hringt í „vin“ sinn, þann sem hann hafði hjálpað að fá hlutverk í fyrstu myndinni en sá hafi ekki hringt til baka fyrr en þremur mánuðum seinna.

Published

Leave a comment

Your email address will not be published. Required fields are marked *