Tíu góðar myndir eftir konur á Netflix

Talsvert hefur verið rætt og ritað undanfarið um hversu skarðan hlut konur bera frá borði í kvikmyndaheiminum. Nú síðast vakti Jane Campion athygli á þessu í Cannes þar sem hún fór fyrir dómnefndinni.

Samkvæmt nýrri könnun leikstýrðu, skrifuðu og framleiddu konur aðeins 26% sjálfstæðra kvikmynda, í fullri lengd, sem sýndar voru á kvikmyndahátíðum á síðasta ári. Þessi tala er óbreytt frá sambærilegri könnun árin 2011-2012. Þá komu konur aðeins að 16% þeirra kvikmynda sem skiluðu mestum gróða í Bandaríkjunum 2013.

Boðskapur Campion í Cannes gaf Indiewire.com tilefni til þess að vekja sérstaka athygli á að fjöldi kvikmynda eftir konur séu aðgengilegar á Netflix og tiltekur sérstkalega tíu myndir sem þar er að finna og mælir sérstaklega með þeim. Og nú er bara að byrja glápið.

Topp tíu „kvennamyndir“ á Netflix
Una Noche (Lucy Mulloy, 2012)
The Queen of Versailles (Lauren Greenfield, 2012)
The Kids are All Right (Lisa Cholodenko, 2010)
Tiny Furniture (Lena Dunham, 2010)
Fish Tank (Andrea Arnold, 2009)
Lost in Translation (Sofia Coppola, 2003)
Boys Don't Cry (Kimberly Peirce, 1999)
Walking and Talking (Nicole Holofcener, 1996)
Clueless (Amy Heckerling, 1995)
The Piano (Jane Campion, 1993)

Fleiri fréttir um konur í kvikmyndum:
Jane Campion ræðir stöðu kvenna
Hollywood hatar konur
Laura Linney hvetur konur til dáða
Ömurleg staða kvenna í kvikmyndum
Karlar drottna yfir kvikmyndagagnrýni

Published

Leave a comment

Your email address will not be published. Required fields are marked *