Sýnishorn: Keanu Reeves leitar hefnda í John Wick

Keanu Reeves, leikarinn sem er aðeins með einn svip, fer með titilhlutverkið í hasarmyndinni John Wick sem verður frumsýnd í næsta mánuði. Sýnishorn úr myndinni má sjá hér fyrir neðan.

Leigumorðinginn John Wick ætlar að ná fram hefndum gegn ótíndum glæpamönnum þegar þeir svipta hann því sem honum er dýrmætast. Þá komast glæpamennirnir að því að þeir öbbuðust upp á rangan mann.

Auk Reeves leika Adrianne Palicki, Willem Dafoe, Ian McShane, Jason Isaacs, John Leguizamo og svíinn Michael Nyqvist í myndinni. Hinn þaulreyndi áhættuleikstjóri Chad Stahelski stýrir hasarveislunni og Elísabet Ronaldsdóttir klippir myndina.

John Wick verður frumsýnd í Bandaríkjunum 24. október.

Published

Leave a comment

Your email address will not be published. Required fields are marked *