Scott Glenn þjálfar Daredevil

Gamli harðjaxlinn Scott Glenn sem hefur komið við sögu í myndum á borð við The Right Stuff, The Keep, Wild Geese II, The Bourne Ultimatum, Silence of the Lambs og The Hunt for Red October hefur bæst í hóp leikara í sjónvarpsþáttunum Daredevil sem eru samstarfsverkefni Marvel og Netflix.

Glenn mun leika bardagalistamanninn Stick sem þjálfaði Elektru og tekur að sér að hjálpa Daredevil að ná tökum á hæfileikum sínum og þróa bardagatæknina. Jeph Loeb, sem stjórnar sjónvarpsarmi Marvel, segir Stick eina mikilvægustu persónuna í lífi Daredevils og fáir leikarar passi betur í hlutverkið en Glenn.

Áður var búið að ráða Charlie Cox í hlutverk Matt Murdock sem bregður sér í búning Daredevil og Vincent D'Onofrio í hlutverk erkióvinar hans, The Kingpin. Þá leikur Deborah Ann Woll hana Karen Page og Elden Henson leikur félaga Murdocks í lögfræðinni, Foggy Nelson.

Stefnt er að frumsýningu seríunnar í maí 2015.

Published

Leave a comment

Your email address will not be published. Required fields are marked *