Sýnishorn: Chris Hemsworth eltir uppi hakkara í Blackhat

Sýnishorn úr spennumyndinni Blackhat var frumsýnt á veraldarvefnum í gær og má sjá hér fyrir neðan. Reynsluboltinn Michael Mann leikstýrir Chris Hemsworth í myndinni og hverfist hún um tölvuhryðjuverk.

Blackhat fjallar um þegar bandarísk og kínversk yfirvöld snúa bökum saman og leita til glæpamanns í baráttunni við hakkara. Auk Hemsworth leika Viola Davis, Tang Wei, William Mapother og Holt McCallany einnig í myndinni.

Mann hefur látið frekar lítið fyrir sér fara undanfarin áratug en á tímabilinu hefur hann sent frá sér þrjár kvikmyndir; Public Enemies, Miami Vice og Collateral. Mann hefur meðal annars leikstýrt hinum stórgóðu Heat, The Insider, Manhunter og The Last of the Mohicans.

Blackhat verður frumsýnd 16. janúar í Bandaríkjunum.

Published

Leave a comment

Your email address will not be published. Required fields are marked *