Liam Neeson og Morgan Freeman í Ted 2

Stórleikarinn Liam Neeson er út um allt um þessar mundir og virðist leika í öllu sem eitthvað ber á. Ef hann er ekki að hóta fólki í síma eða stráfella skuggalega viðskiptamenn, þá er hann í sífellu að bjarga dóttur sinni úr klóm bófa eða hræða líftóruna úr Ólafi Darra.

Nú kemur Neeson til með að deila hvíta tjaldinu með dónabangsanum Ted í framhaldsmyndinni Ted 2. Og ekki nóg með það þá ætlar Morgan Freeman að taka þátt í fjörinu. Mark Wahlberg fer með aðalhlutverk myndarinnar ásamt Seth MacFarlane sem ljær Ted dimma rödd sína. Auk þess að tala fyrir krúttlega dónabjörninn þá framleiðir, skrifar og leikstýrir MacFarlane einnig myndinni. Fyrri myndin halaði inn einum 550 milljónum dala á heimsvísu.

MacFarlane sendi síðast frá sér vestrann A Million Ways to Die in the West þar sem Neeson fór með hlutverk skúrksins. Óvíst er hvort hann fari með samskonar hlutverk í þessari en ef ekki þá hlýtur Óskarsverðlaunahafinn að geta bjargað einhverjum í myndinni.

Ted 2 er væntanleg 26. júní 2015.

Published

Leave a comment

Your email address will not be published. Required fields are marked *